Fasteignir Reykjanesbæjar: Verulegur viðsnúningur og gegnsæi
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í desember lagði Sveindís Valdimarsdóttir fram bókun þar sem hún gagnrýndi félagslega húsnæðiskerfið í Reykjanesbæ. Í raun er bókun hennar þríþætt.
Í fyrsta lagi að fjárhagsleg staða Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. trufli hugmyndavinnu í Fjölskyldu- og félagsmálaráði. Í annan stað að bókhald yfir rekstur félagslega íbúðarkerfisins sé ekki gegnsætt og í þriðja lagi að framlög bæjarsjóðs til Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. séu ekki næg.
Staða félagslega húsnæðiskerfisins mjög skýr
Það er einkennilegt að fjárhagsstaða hlutafélags sem ekki heyrir undir Fjölskyldu- og félagsmálaráð trufli nefndarmenn minnihlutans við störf sín í ráðinu. Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. ber að útvega Fjölskyldu- og félagsmálaráði íbúðarhúsnæði fyrir skjólstæðinga ráðsins og það hefur félagið gert frá stofnun, m.a. með því að byggja 18 nýjar og glæsilegar íbúðir. Þannig hefur fjárhagsstaða félagsins ekki haft nein áhrif á Fjölskyldu- og félagsmálaráð og ætti ekki að trufla neina hugmyndavinnu. Í annan stað er fráleitt að halda því fram að bókhald félagsins sé ekki með öllu gegnsætt þar sem það er hluti af samstæðu Reykjanesbæjar og ársreikningar félagsins öllum opnir. Ljóst er að gegnsæi eignaumsýslu í félagslega húsnæðiskerfinu hefur aldrei verið meira og með stofnun félagsins hefur tekist að koma böndum á rekstur kerfisins. Í þriðjalagi hefur Sveindís miklar áhyggjur af rekstrarhalla Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. og hefur að engu samkomulag sem stjórn félagsins gerði við Reykjanesbæ í byrjun apríl 2005. Það kveður á um fjárhagslega aðkomu Reykjanesbæjar að félaginu og niðurgreiðslu uppsafnaðs tapreksturs.
Unnið eftir samkomulagi
Framlag Reykjanesbæjar við stofnun Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. nam tæpum 250 milljónum króna. Þessi fjárhæð var notuð meðan böndum var komið á félagslega húsnæðiskerfið og þegar eiginfjárstaða félagsins varð neikvæð var gengið frá fyrrgreindu samkomulagi. Nú hefur stjórn félagsins tekist að ná hallarekstri þess úr tæpum 100 milljónum króna niður í rúmar 55 milljónir án framlags frá sveitarfélaginu og þá eru reiknaðar afskriftir teknar með. Áfram verður unnið á þessari braut uns fyrir liggur hvert árlegt framlag Reykjanesbæjar til félagsins þarf að vera.
Georg Brynjarsson stjórnarformaður Fasteigna Reykjanesbæjar ehf.
Í fyrsta lagi að fjárhagsleg staða Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. trufli hugmyndavinnu í Fjölskyldu- og félagsmálaráði. Í annan stað að bókhald yfir rekstur félagslega íbúðarkerfisins sé ekki gegnsætt og í þriðja lagi að framlög bæjarsjóðs til Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. séu ekki næg.
Staða félagslega húsnæðiskerfisins mjög skýr
Það er einkennilegt að fjárhagsstaða hlutafélags sem ekki heyrir undir Fjölskyldu- og félagsmálaráð trufli nefndarmenn minnihlutans við störf sín í ráðinu. Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. ber að útvega Fjölskyldu- og félagsmálaráði íbúðarhúsnæði fyrir skjólstæðinga ráðsins og það hefur félagið gert frá stofnun, m.a. með því að byggja 18 nýjar og glæsilegar íbúðir. Þannig hefur fjárhagsstaða félagsins ekki haft nein áhrif á Fjölskyldu- og félagsmálaráð og ætti ekki að trufla neina hugmyndavinnu. Í annan stað er fráleitt að halda því fram að bókhald félagsins sé ekki með öllu gegnsætt þar sem það er hluti af samstæðu Reykjanesbæjar og ársreikningar félagsins öllum opnir. Ljóst er að gegnsæi eignaumsýslu í félagslega húsnæðiskerfinu hefur aldrei verið meira og með stofnun félagsins hefur tekist að koma böndum á rekstur kerfisins. Í þriðjalagi hefur Sveindís miklar áhyggjur af rekstrarhalla Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. og hefur að engu samkomulag sem stjórn félagsins gerði við Reykjanesbæ í byrjun apríl 2005. Það kveður á um fjárhagslega aðkomu Reykjanesbæjar að félaginu og niðurgreiðslu uppsafnaðs tapreksturs.
Unnið eftir samkomulagi
Framlag Reykjanesbæjar við stofnun Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. nam tæpum 250 milljónum króna. Þessi fjárhæð var notuð meðan böndum var komið á félagslega húsnæðiskerfið og þegar eiginfjárstaða félagsins varð neikvæð var gengið frá fyrrgreindu samkomulagi. Nú hefur stjórn félagsins tekist að ná hallarekstri þess úr tæpum 100 milljónum króna niður í rúmar 55 milljónir án framlags frá sveitarfélaginu og þá eru reiknaðar afskriftir teknar með. Áfram verður unnið á þessari braut uns fyrir liggur hvert árlegt framlag Reykjanesbæjar til félagsins þarf að vera.
Georg Brynjarsson stjórnarformaður Fasteigna Reykjanesbæjar ehf.