Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fasteignagjöld hafa hækkað mest í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 4. apríl 2006 kl. 14:23

Fasteignagjöld hafa hækkað mest í Reykjanesbæ

Í nýútkominni skýrslu Alþýðusambands Íslands, þar sem borin eru saman fasteignagjöld nokkurra stærstu sveitarfélaga á Íslandi, kemur í ljós það sem margur bæjarbúinn hefur fundið fyrir í buddum sínum, þ.e. að meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur hækkað fasteignagjöld bæjarbúa frá árinu 2002 um rúmlegan helming.

Síðan Árni Sigfússon tók við þá hafa fasteignagjöld, sem samanstanda m.a. af fasteignaskatti, holræsagjaldi og vatnsgjaldi, hækkað í Reykjanesbæ um 61% í fjölbýli og 64% í sérbýli, mest allra þeirra sveitarfélaga sem ASÍ bar saman. Þessi mikla hækkun á fasteignagjöldum virðist samt ekki hafa komið bænum til tekna því á kjörtímabilinu hefur bæjarsjóður verið rekinn með um tveggja milljarða króna halla.

Dýr þjónusta við barnafólk í Reykjanesbæ

Það er reyndar ekkert nýtt að Reykjanesbær komi illa út í samanburði við önnur sveitarfélög í skýrslum ASÍ. Skemmst er að minnast skýrslu ASÍ um verð á þjónustu sveitarfélaga en í kjölfar hennar fóru bæjarstjórar sjálfstæðismanna í Garðabæ og Reykjanesbæ í hár saman yfir því hvor sjálfstæðisbærinn rukkaði þegna sína meira.

Í þeirri skýrslu kom m.a. fram að einstæðir foreldrar í Reykjanesbæ greiða um 110.000 kr. meira á ári í dagvistunargjöld en einstæðir foreldrar í Reykjavík og fólk í sambúð greiðir tæpum 60.000 kr. meira á ári í dagvistunargjöld í Reykjanesbæ en í Reykjavík.

Eysteinn Eyjólfsson
formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og frambjóðandi á A-listanum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024