Fárviðri framundan – aðalfundi frestað
Þar sem Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér fárviðrisspá fyrir morgundaginn er ljóst að ekki er hægt að halda aðaðlfund Golfklúbbs Suðurnesja á áður auglýstum tíma. Aðalfundi er því frestað um sólarhring og verður hann haldinn í golfskálanum í Leiru þriðjudaginn 8. desember kl. 20.00.
Í ljósi aðstæðna hefur stjórn GS ákveðið að fara eftir viðvörunum Veðurstofunnar og Almannavarna sem hvetja fólk til að vera ekki á ferli eftir kl. 17.00 á morgun. Eins og sjá má á veðurkortinu er ekki von á neinu Leirulogni annað kvöld og verður ekki hundi út sigandi. Við vonum að þetta komi sér ekki illa fyrir félaga og þeir fjölmenni á fundinn þriðjudaginn 8. desember kl. 20.00.
Fyrir hönd stjórnar Golfklúbbs Suðurnesja,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður