Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Farsímanotkun og öryggisbelti
Fimmtudagur 8. september 2011 kl. 09:59

Farsímanotkun og öryggisbelti

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú í september mun lögreglan á Suðurnesjum beina athygli sinni sérstaklega að farsímanoktun án handfrjálss búnaðar og öryggisbeltanoktun hjá ökumönnum.

Noktun farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað er mjög áberandi í umferðinni. Slík noktun skapar hættu í umferðinni.

Öllum er kunn mikilvægi þess að nota öryggisbelti en þó eru einhverjir sem hirða ekki um að nota þennan sjálfsagða öryggisbúnað. Gögn sýna að líkurnar á því að slasast í umferðinni eru margfalt meiri meðal þeirra sem ekki nota öryggisbelti.

Sektarákvæði.

Noktun farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað kr. 5.000.

Öryggisbelti ekki notað kr. 10.000.

Lögreglan mun styðjast við hefðbundið, sýnilegt umferðareftirlit en einnig nota ómerktar lögreglubifreiðar við eftirlitið. Með notkun ómerktra lögreglubifreiða vonar lögregla að sú vitnesja ökumanna, að lögreglan noti ómerktar lögreglubifreiðar við umferðareftirlit, letji þá til brota sem ekki láta segjast að öðrum kosti.

Tökum tillit til hvors annars í umferðinni.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild.