Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fáránleg fyrirsögn
Miðvikudagur 4. maí 2022 kl. 11:12

Fáránleg fyrirsögn

Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ og situr í 15. sæti á lista Beinnar leiðar. 

Mér finnst gaman að sterkum  fyrirsögnum en finnst líka að þá þurfi eitthvað marktækt að vera á bak við þær. Guðbergur Reynisson skrifar ágætis grein um skoðanir sínar á umferðarmálum í Reykjanesbæ og hvernig hann sjái fyrir sér hvernig hægt væri að bæta úr. Ekki er ástæða til að gera athugasemd við þann hluta greinarinnar en full ástæða til að fjalla aðeins um val hans á fyrirsögn og sanngirnina sem að baki henni liggur. 

Ekkert verið framkvæmt í 10 ár

Það er ljóst að með auknum íbúafjölda hefur álagið á umferðarmannvirki bæjarins aukist og hætturnar um leið. Við getum öll sameinast um að eitt af stóru verkefnunum framundan er að gera gatnakerfið okkar sem öruggast og eflaust eru margar hugmyndir Guðbergs gott innlegg í þá umræðu en að ekkert hafi verið gert undanfarinn 10 ár er beinlínis rangt og í meira lagi ósanngjarn málflutningur. Fyrirsögnin er því miður bara pólitísk keila, án innihalds. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað hefur verið gert?

Burtséð frá uppbyggingu nýrra hverfa í bænum er ljóst af ársreikningum bæjarins að hundruðum milljóna hefur verið varið til styrkingar umferða kerfisins í og við bæinn, hluti af þeim framkvæmdum hefur verið unnið í samvinnu við Vegagerðina, sem hefur fjármagnað þær framkvæmdir að stærstum hluta en með mótframlagi frá Reykjanesbæ. Því miður hefur fjárhagsgeta bæjarins ekki verið sú að unnt hafi verið að ráðast í allar þær framkvæmdir sem svo æskilegt hefði verið, af ástæðum sem Guðbergi ættu að vera vel kunnugar. 

  • Byggt hefur verið hringtorg á mótum Aðalagötu og Reykjanesbrautar (Aðaltorg).
  • Byggt hefur verið hringtorg á mótum Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar.
  • Byggð hafa verið undirgöng við Fitjar, nýtt hringtorg við Fitjar, og nýr vegur frá því hringtorgi upp að Ásbrú og með tengingu við Reykjanes.
  • Unnið hefur verið að endurbótum á Hafnargötu, þar þurft hefur að skipta út skrauthellum íhaldsins fyrir varanlegt gatnaefni.                                                                                             
  • Unnið hefur verið að viðhaldi gatnakerfisins.
  • Unnið hefur verið að umferðargreiningu fyrir bæjafélagið, með framtíðarbreytingar í huga.
  • Unnið hefur verið að uppbyggingu hjóla og göngustíga, sem er mikilvægur hlekkur í umferðaröryggi barna og ungmenna, um leið og þeir skapa fjölbreytta möguleika til útivistar. 

Nú geta sumir sagt þessar hluti þessar framkvæmda sé  á forræði Vegagerðarinnar og greiddar af þeim. Það er ekki rétt þar sem við hvert og eitt þessara hringtorga hefur bærinn þurft að greiða sinn stút út úr hverju hringtorgi af takmörkuðu framkvæmdarfé sem hefur því miður verið í kringum 200–300 milljónir á ári.                                                                                

Hvað er framundan? 

Það er ljóst að eitt af stóru verkefnum framtíðarinnar er að ná tökum á stöðugt vaxandi umferðarþunga, sem bæði orsakast af fjölgun ferðamanna og fjölgun íbúa. Við eigum að sameinast um að leysa það svo vel sem unnt er um leið og við tölum ekki niður það sem vel hefur verið gert. Að byggja upp gott samfélag þar sem öryggi allra er gætt er langtímaverkefni þar sem stöðugt þarf að bregðast við. Það hefur verið gert. Sameinumst um að hafa umræðuna málefnalega og forðumst umræðu sem ekki á við rök að styðjast. 

Með sumarkveðju.