Falleg þjóðbúningasýning
Þessa dagana og alveg til jóla fer fram skemmtileg sýning, á bókasafni Reykjanesbæjar, á þjóðbúningabrúðum sem Helga Ingólfsdóttir þroskaþjálfi við Myllubakkaskóla hefur hannað og prjónað úr eingirni og lopa. Einnig notast hún við gullþráð. Helga hefur í nokkur ár unnið við hönnun og gerð þjóðlegra brúða í frítíma sínum. Skemmtileg sýning sem vert er að skoða.