Fallbaráttuslagur í Grafarvogi
Kvennalið Keflavíkur mætir Fjölni í sannkölluðum botnbaráttuslag í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Bæði lið hafa átt döpru gengi að fagna í sumar og eru í fallhættu í deildinni. Keflavík hefur hlotið 12 stig eftir 15 umferðir og er í 8. sæti deildarinnar. Fjölnir rekur lestina í deildinni og er með 8 stig. Með sigri í kvöld gætu Keflvíkingar farið langleiðina með að tryggja veru sína í deildinni á næsta ári ef úrslit í öðru leikjum verða hagstæð.
Leikurinn hefst kl. 18:00 en leikið er á Fjölnisvelli.
VF-MYND/Inga: Keflavík leikur mikilvægan leik gegn Fjölni í kvöld.