Færri mál til umræðu í bæjarráði
Fyrir nokkru sýndi ég fram á að mál, sem tekin eru til umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, hefur farið fækkandi á yfirstandandi kjörtímabili, samanborið við kjörtímabilið 1998-2002. Af þessari staðreynd dró ég þá ályktun að lýðræðisleg umræða í bæjarkerfinu hefði minnkað í stjórnartíð núverandi meirihluta.
Sama gildir um fjölda mála á dagskrá í bæjarráði því eins og sjá má á meðfylgandi Myndum 1 og 2 fækkaði málum á dagskrá bæjarráðs verulega strax þegar nýtt bæjarráð tók við eftir síðustu kosningar. Lárétta línan sýnir línulegt aðhvarf (trend-line). Af henni má sjá á Mynd 2 að þessi þróun hefur haldið áfram allt þetta kjörtímabil og málum, sem fengið hafa umræðu í bæjarráði, hefur fækkað jafnt og þétt.
Kjartan Már Kjartansson
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ
Mynd 1: Fjöldi mála í bæjarráði 1998-2002
Mynd 2: Fjöldi mála í bæjarráði 2002-2005