Fæðing Samfylkingar í Reykjanesbæ
				
				Jafnaðar- og félagshyggjufólk í Reykjanesbæ hefur samþykkt að breyta nafni félagsins í Samfylkingin í Reykjanesbæ. Nafnabreytingin var samþykkt á fundi félagsins 20. janúar s.l. og einnig voru gerðar nokkrar breytingar á lögum félagsins. Þær breytingar fela m.a. í sér að nú er um almennt stjórnmálafélag að ræða sem verður aðildarfélag Samfylkingarinnar þegar hún verður stofnuð. Að sögn Jóhanns Geirdals, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, er stefnt á að Samfylkingin verði formlegt stjórnmálaafl í apríl á þessu ári.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				