F-listinn: Vill endurtalningu í Suðukjördæmi
Kosningastjóri Frjálslynda flokksins ætlar að fara fram á að vafaatkvæði í Suðurkjördæmi verði endurmetin og endurtalin. Einungis þrettán atkvæði vantaði til að Frjálslyndir í Reykjavík kæmu inn jöfnunarþingmanni. Þá hefðu Frjálslyndir komið að fimm mönnum alls á landinu en ekki fjórum eins og nú. Guðmundur Jónsson, kosningastjóri Frjálslyndra, segist telja að framkvæmd kosninganna hafi verið ábótavant í Suðurkjördæmi þar sem fólki hafi ítrekað verið vísað frá þegar það greiddi atkvæði utankjörfundar í Keflavík en átti lögheimili fyrir austan fjall. Hann segir að þekkingaskortur kjörstjórnanna kunni einnig að hafa ráðið för þegar vafaatkvæði voru metin. Nauðsynlegt sé að úr því verði skorið. Sýslumaðurinn í Keflavík vísar þessum staðhæfingum algjörlega á bug.
Þorkell Helgason, stærðfræðingur og reiknimeistari landskjörstjórnar, segir að Frjálslynda flokkinn vanti 13 atkvæði til að ná í þingsæti og það yrði þá á kostnað Framsóknarflokksins. Við slíka breytingu kæmist Margrét Sverrisdóttir oddviti listans í Reykjavík suður þó ekki inn á Alþingi, heldur Sigurður Ingi Jónsson efsti maður á lista Frjálslyndra í Reykjavíkurkjördæmi norður, en frá þessu var greint á ruv.is.
Þorkell Helgason, stærðfræðingur og reiknimeistari landskjörstjórnar, segir að Frjálslynda flokkinn vanti 13 atkvæði til að ná í þingsæti og það yrði þá á kostnað Framsóknarflokksins. Við slíka breytingu kæmist Margrét Sverrisdóttir oddviti listans í Reykjavík suður þó ekki inn á Alþingi, heldur Sigurður Ingi Jónsson efsti maður á lista Frjálslyndra í Reykjavíkurkjördæmi norður, en frá þessu var greint á ruv.is.