Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Eysteinn Jónsson oddviti Framsóknarmanna í Reykjanesbæ: „Þakka traustið og er tilbúinn“
Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 14:31

Eysteinn Jónsson oddviti Framsóknarmanna í Reykjanesbæ: „Þakka traustið og er tilbúinn“

Síðastliðinn sunnudag var framboðslisti A-listans samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennum fulltrúaráðsfundi Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ. A-listinn er sameiginlegt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og óflokksbundinna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara í lok maí á þessu ári.

Oddviti Framsóknarmanna, Kjartan Már Kjartansson, gaf ekki kost á sér í eitt af efstu sætum listans vegna breytinga og nýrra verkefna sem Kjartan tók við í störfum sínum fyrir Latabæ. Það var því ljóst að tillaga yrði gerð um nýjan oddvita Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Uppstillingarnefnd gerði tillögu um að efsti framsóknarmaður á lista hins sameiginlega framboðs yrði Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra.

„Uppstillinganefnd leitaði til mín og bað mig um að taka 2. sæti á sameiginlegum lista sem jafnframt þýddi að ég yrði nýr oddviti Framsóknarmanna í Reykjanesbæ. Ég samþykkti þetta og ákvað að takast á við það verkefni sem mér var boðið, en er jafnframt afar þakklátur fyrir það traust sem mér sýnt með þessu. A-listinn er skipaður breiðum hópi fólks með sterka skírskotun til samfélagsins og tel ég að uppstillingarnefndin hafi leyst sitt verkefni afar farsællega.

Ég hef átt langt og gott samstarf með Kjartani Má og er afar þakklátur fyrir þann tíma og störf hans í þágu okkar bæjarfélags. Kjartan er duglegur, klár og útsjónarsamur einstaklingur og mun hans krafta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar verða saknað,“ sagði Eysteinn í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024