Eysteinn aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra
Eysteinn Jónsson, rekstrarverkfræðingur frá Keflavík hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra.Eysteinn er fæddur 1970, en undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Eysteinn var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum kosningum. Eysteinn er fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskóla Íslands, en einnig hefur hann lokið námi í iðnrekstrarfræði af útgerðar- og markaðssviði Tækniskóla Íslands 1995 og M.Sc. námi í rekstrarverkfræði frá Álaborgarháskóla 1999.