Evrópukynning Samfylkingarinnar á Víkinni
Haustið 2001 samþykkti landsfundur Samfylkingarinnar að taka þá Evrópuúttekt sem unnin hafði verið fyrir flokkinn, til umfjöllunar á almennum fundum um land allt þar sem flokksmönnum og stuðningsmönnum flokksins gæfist færi á að taka þátt í þeirri umræðu sem hafin hefur verið innan Samfylkingarinnar. Einnig var samþykkt að kynningarferlinu lyki með almennri póstkosningu um afstöðu flokksmanna til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Sú kosning fer fram nú í október og á að vera lokið þann 23. Samfylkingin gengst þessar vikurnar fyrir kynningarfundum um Evrópumálefni um land allt. Á fimmtudagskvöld, 19. september, verður slíkur kynningarfundur í Víkinni, Hafnargötu 80 Keflavík og hefst kl. 20:00.Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður kynnir Evrópuúttekt Samfylkingarinnar og síðan verða umræður.