Heklan
Heklan

Aðsent

Evrópudagur Sjúkraliða er 26. nóvember
Mánudagur 22. nóvember 2010 kl. 13:53

Evrópudagur Sjúkraliða er 26. nóvember

Evrópudagur Sjúkraliða er 26. nóvember ár hvert. Í fyrra var þemað geðheilbrigði og kynntu sjúkraliðar um land allt aðstöðu og úrræði í þeim flokki í sinni heimabyggð. Í ár munu sjúkraliðar kynna sig og starfsemi sína, vera sýnilegir og vera með allskonar uppákomur um land allt.


Í heildina eru á Suðurnesjum yfir 120 sjúkraliðar, og starfa margir á Heilbrygðisstofnun Suðurnesja, flestir á D-deild sem er Hand-og lyflækningardeild, einnig á A-deild sem er endurhæfingardeild, heimahjúkrun þar sem sjúkraliðar fara heim til aldraðra og sjúkra, færa þeim lyf, aðstoða þá í baði og fl. Vinna á heilsugæslunni við heyrnarmælingar, taka hjartalínurit og fl. Nokkrir sjúkraliðar vinna sem læknaritarar. Sjúkraliðar aðstoða einnig sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, og í ungbarnaeftirliti, aðstoða eftir þörfum á slysó og fæðingardeild, unnu á skurðstofu, sótthreinsun og speglun áður en þessum deildum var lokað. Sjúkraliðar vinna einnig á öllum öldrunarheimilunum á Suðurnesjum, Víðihlíð í Grindavík, Garðvangi í Garði, Hlévangi í Keflavík, á Nesvöllum við dagdvöl aldraðra og í Selinu sem er dagdvöl fyrir heilabilaða. Einnig vinna sjúkraliðar ýmis önnur störf s.s. í Lyfjaverslunum, tannlæknastofum, á svæðisskrifstofum málefna fatlaðra, við ummönnun og aðstoð fatlaðra einstaklinga. Einnig vinna þeir sjálfstætt s.s. við Höfuðbeina-og spjaldhryggsmeðferð, Heilun, nudd og fl.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


Að tilefni af þessum Evrópudegi í ár munu sjúkraliðar á Suðurnesjum vera staddir í Kjarnanum að Krossmóa 4 ( hjá Nettó ) föstudaginn 26. nóvember 2010 milli kl. 16 og 18 kynna starfsemi sína, dreifa bæklingum, bjóða uppá fríar blóðþrýstingsmælingar og gefa konfekt.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir
formaður Suðurnesjadeildar Sjúkraliða

VF jól 25
VF jól 25