Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Evrópudagur Sjúkraliða er 26. nóvember
Mánudagur 22. nóvember 2010 kl. 13:53

Evrópudagur Sjúkraliða er 26. nóvember

Evrópudagur Sjúkraliða er 26. nóvember ár hvert. Í fyrra var þemað geðheilbrigði og kynntu sjúkraliðar um land allt aðstöðu og úrræði í þeim flokki í sinni heimabyggð. Í ár munu sjúkraliðar kynna sig og starfsemi sína, vera sýnilegir og vera með allskonar uppákomur um land allt.


Í heildina eru á Suðurnesjum yfir 120 sjúkraliðar, og starfa margir á Heilbrygðisstofnun Suðurnesja, flestir á D-deild sem er Hand-og lyflækningardeild, einnig á A-deild sem er endurhæfingardeild, heimahjúkrun þar sem sjúkraliðar fara heim til aldraðra og sjúkra, færa þeim lyf, aðstoða þá í baði og fl. Vinna á heilsugæslunni við heyrnarmælingar, taka hjartalínurit og fl. Nokkrir sjúkraliðar vinna sem læknaritarar. Sjúkraliðar aðstoða einnig sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, og í ungbarnaeftirliti, aðstoða eftir þörfum á slysó og fæðingardeild, unnu á skurðstofu, sótthreinsun og speglun áður en þessum deildum var lokað. Sjúkraliðar vinna einnig á öllum öldrunarheimilunum á Suðurnesjum, Víðihlíð í Grindavík, Garðvangi í Garði, Hlévangi í Keflavík, á Nesvöllum við dagdvöl aldraðra og í Selinu sem er dagdvöl fyrir heilabilaða. Einnig vinna sjúkraliðar ýmis önnur störf s.s. í Lyfjaverslunum, tannlæknastofum, á svæðisskrifstofum málefna fatlaðra, við ummönnun og aðstoð fatlaðra einstaklinga. Einnig vinna þeir sjálfstætt s.s. við Höfuðbeina-og spjaldhryggsmeðferð, Heilun, nudd og fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Að tilefni af þessum Evrópudegi í ár munu sjúkraliðar á Suðurnesjum vera staddir í Kjarnanum að Krossmóa 4 ( hjá Nettó ) föstudaginn 26. nóvember 2010 milli kl. 16 og 18 kynna starfsemi sína, dreifa bæklingum, bjóða uppá fríar blóðþrýstingsmælingar og gefa konfekt.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir
formaður Suðurnesjadeildar Sjúkraliða