Eru gæsluvellir úrelt þjónustutilboð??
Í Reykjanesbæ eru starfandi fimm gæsluvellir víðsvegar um sveitarfélagið. Fjórir þeirra hafa verið opnir eftir hádegi allt árið, þar til nú í vetur að ákveðið var að fækka völlunum niður í tvo yfir vetrartímann, einn í Keflavík og einn í Njarðvík. Þessi ákvörðun var tekin vegna lítillar notkunar á völlunum yfirleitt.
Víða um landið er verið að endurskoða rekstur gæsluvalla af sömu ástæðum og hér hefur verið gert og í sumum sveitarfélögum hefur verið gengið svo langt að leggja þá alveg niður.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar vill ekki ganga svo langt að leggja þetta þjónustuúrræði niður nema ljóst sé að foreldrar noti það ekki. Til að forðast þessa þróun og um leið mæta foreldrum hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákveðið að lækka gjaldið á gæsluvöllum úr kr. 160 í kr. 100 á dag pr. barn.
Í lok ársins 2001 verður tekin ákvörðun um framhald reksturs gæsluvalla í Reykjanesbæ. Það sem mestu mun skipta þegar sú ákvörðun verður tekin er hvort nýting vallanna hefur aukist þannig að teljast megi viðunandi að setja í þá það rekstrarfé sem þarft til að halda þeim gangandi.
Heildarrekstrarkostnaður gæsluvalla Reykjanesbæjar á árinu 1999 var um 13 milljónir en nýting að meðaltali á dag 52 börn. Það samsvarar kostnaði uppá kr. 250.000.- á barn á ári eða kr. 1.077 á dag.
Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja foreldra til umhugsunar um þessa þjónustu og hvort hún er óþörf, því ekki viljum við fara illa með almannafé.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar
Víða um landið er verið að endurskoða rekstur gæsluvalla af sömu ástæðum og hér hefur verið gert og í sumum sveitarfélögum hefur verið gengið svo langt að leggja þá alveg niður.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar vill ekki ganga svo langt að leggja þetta þjónustuúrræði niður nema ljóst sé að foreldrar noti það ekki. Til að forðast þessa þróun og um leið mæta foreldrum hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákveðið að lækka gjaldið á gæsluvöllum úr kr. 160 í kr. 100 á dag pr. barn.
Í lok ársins 2001 verður tekin ákvörðun um framhald reksturs gæsluvalla í Reykjanesbæ. Það sem mestu mun skipta þegar sú ákvörðun verður tekin er hvort nýting vallanna hefur aukist þannig að teljast megi viðunandi að setja í þá það rekstrarfé sem þarft til að halda þeim gangandi.
Heildarrekstrarkostnaður gæsluvalla Reykjanesbæjar á árinu 1999 var um 13 milljónir en nýting að meðaltali á dag 52 börn. Það samsvarar kostnaði uppá kr. 250.000.- á barn á ári eða kr. 1.077 á dag.
Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja foreldra til umhugsunar um þessa þjónustu og hvort hún er óþörf, því ekki viljum við fara illa með almannafé.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar