Eru atvinnuhagsmunir þessa svæðis „barnalegir“?
Eysteinn Jónsson formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélagsins sakar stjórn Heimis um „barnaskap“ í grein sinni á vf.is. Ályktun Heimis um frelsi í orkusölu fór fyrir brjóstið á honum. Kannski finnst framsóknarmönnum „barnalegt“ að krefjast þess að iðnaðarráðherra ræði þá þrjá kosti sem eru í stöðunni gagnvart álverum.
Við í stjórn Heimis erum ósátt við að í hvert sinn sem iðnaðarráðherra opnar munninn nefnir hún að álverið hennar fyrir Norðan þurfi ekki að líða fyrir ákvörðun um álver í Straumsvík. Hún nefnir ekki Helguvík á nafn. Það getur haft alvarleg áhrif á almenna umræðu um málið, þótt við trúum því ekki að hún ein ráði för í "frjálsri" orkusölu.
Hún nefnir ekki það samstarf sem þegar er komið á milli Hitveitu Suðurnesja og Noðuráls í Helguvík. Þar er þó frjálst fyrirtæki að gera frjálsa samninga um að útvega Norðuráli orku til að byggja upp hér á Reykjanesi. Þessi orka byggir á jarðgufuvirkjunum. Er landbúnaðaraðstoðarmaðurinn búinn að vera svona mikið í grösugum sveitum fyrir Norðan að honum finnst meira mál að við dirfumst að gagnrýna ráðherrann fyrir afskiptaleysi af þessu svæði okkar og lítilsvirðingu en að standa með okkur í þessu mikilvæga máli.
Við erum svo „barnaleg“ að hafa atvinnuubyggingu og fjölgun starfa í Reykjanesbæ að leiðarljósi, hagsmuni okkar sem hér búum. Áhugaleysi iðnaðarráðherrans vekur upp spurningar hvort það sé háð duttlungum ráðherrans hvort í Helguvík rísi álver. Reykjanesbær hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu í Helguvík og því er mikilvægt að við stöndum saman að henni. Ég tel það miður að formaður fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ taki frekar upp hanskann fyrir iðnaðarráðherra en okkur Reyknesinga.
Árni Árnason
Formaður Heimis FUS, Reykjanesbæ
Við í stjórn Heimis erum ósátt við að í hvert sinn sem iðnaðarráðherra opnar munninn nefnir hún að álverið hennar fyrir Norðan þurfi ekki að líða fyrir ákvörðun um álver í Straumsvík. Hún nefnir ekki Helguvík á nafn. Það getur haft alvarleg áhrif á almenna umræðu um málið, þótt við trúum því ekki að hún ein ráði för í "frjálsri" orkusölu.
Hún nefnir ekki það samstarf sem þegar er komið á milli Hitveitu Suðurnesja og Noðuráls í Helguvík. Þar er þó frjálst fyrirtæki að gera frjálsa samninga um að útvega Norðuráli orku til að byggja upp hér á Reykjanesi. Þessi orka byggir á jarðgufuvirkjunum. Er landbúnaðaraðstoðarmaðurinn búinn að vera svona mikið í grösugum sveitum fyrir Norðan að honum finnst meira mál að við dirfumst að gagnrýna ráðherrann fyrir afskiptaleysi af þessu svæði okkar og lítilsvirðingu en að standa með okkur í þessu mikilvæga máli.
Við erum svo „barnaleg“ að hafa atvinnuubyggingu og fjölgun starfa í Reykjanesbæ að leiðarljósi, hagsmuni okkar sem hér búum. Áhugaleysi iðnaðarráðherrans vekur upp spurningar hvort það sé háð duttlungum ráðherrans hvort í Helguvík rísi álver. Reykjanesbær hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu í Helguvík og því er mikilvægt að við stöndum saman að henni. Ég tel það miður að formaður fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ taki frekar upp hanskann fyrir iðnaðarráðherra en okkur Reyknesinga.
Árni Árnason
Formaður Heimis FUS, Reykjanesbæ