Ertu frumkvöðull, hvað áttu að gera? - Frumkvöðlanámskeið
Fyrir mörgum virðist það, að fara í gang með hugmyndir og jafnvel stofna fyrirtæki virka sem áhættusöm, dýr og tímafrek iðja. Mörgum vex í augum verkefnið og erfitt getur verið að vita hvar eigi að byrja, hvert maður eigi að leita og hvað maður eigi að gera.
Námskeiðið Ertu frumkvöðull, hvað áttu að gera? nálgast þetta viðfangsefni á nýjan hátt út frá því að vera leiðbeining fyrir þann sem langar að fara í gang sjálfstætt með hugmynd, verkefni eða fyrirtæki.
Námskeiðinu er ætlað að aðstoða einstaklingin við að fá nýja sýn á eigið verkefni, líta gagnrýnum augum á það og betrumbæta það ef þess er kostur. Námskeiðinu er ætlað að auka magn árangursríkra hugmynda og sýna fram á, á hvern hátt hægt er að þróa verkefnið áfram með sem minnstum tilkostnaði, fyrirhöfn og áhættu. Á námskeiðinu er farið í gegnum grundvallar þætti í ferli því sem á sér stað frá hugmynd að fyrirtæki, þ.e áður en að kemur að því að gera viðskiptaáætlun. Þetta ferli er það mikilvægasta ef réttum árangri á að ná. Einnig er farið í gegnum þætti eins og gerð kynningarefnis og á hvern hátt sé best að selja verkefnið áfram til fjárfesta, banka, kaupenda og annara sem gætu styrkt verkefnið með aðkomu sinni að því. Að auki verður farið í gegnum aðra þætti í tengslum við frumkvöðlahlutverkið.
Námskeiðið er fjögur kvöld, 13., 15., 20. og 22. mars frá klukkan 18:00 – 21:00. Námskeiðið er í boði Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar og skráning hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421 7500.
Birgir Grímsson iðnhönnuður og frumkvöðull
e-mail: [email protected]
Námskeiðið Ertu frumkvöðull, hvað áttu að gera? nálgast þetta viðfangsefni á nýjan hátt út frá því að vera leiðbeining fyrir þann sem langar að fara í gang sjálfstætt með hugmynd, verkefni eða fyrirtæki.
Námskeiðinu er ætlað að aðstoða einstaklingin við að fá nýja sýn á eigið verkefni, líta gagnrýnum augum á það og betrumbæta það ef þess er kostur. Námskeiðinu er ætlað að auka magn árangursríkra hugmynda og sýna fram á, á hvern hátt hægt er að þróa verkefnið áfram með sem minnstum tilkostnaði, fyrirhöfn og áhættu. Á námskeiðinu er farið í gegnum grundvallar þætti í ferli því sem á sér stað frá hugmynd að fyrirtæki, þ.e áður en að kemur að því að gera viðskiptaáætlun. Þetta ferli er það mikilvægasta ef réttum árangri á að ná. Einnig er farið í gegnum þætti eins og gerð kynningarefnis og á hvern hátt sé best að selja verkefnið áfram til fjárfesta, banka, kaupenda og annara sem gætu styrkt verkefnið með aðkomu sinni að því. Að auki verður farið í gegnum aðra þætti í tengslum við frumkvöðlahlutverkið.
Námskeiðið er fjögur kvöld, 13., 15., 20. og 22. mars frá klukkan 18:00 – 21:00. Námskeiðið er í boði Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar og skráning hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421 7500.
Birgir Grímsson iðnhönnuður og frumkvöðull
e-mail: [email protected]