Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ertu búinn að finna gamla skóladótið?
Fimmtudagur 2. febrúar 2012 kl. 10:19

Ertu búinn að finna gamla skóladótið?

Fyrir skömmu óskuðum við eftir því við fyrrverandi nemendur Myllubakkaskóla / Barnaskólans við Sólvallargötu að lána okkur muni sem þeir kynnu að eiga frá skólagöngu þeirra. Þónokkrir höfðu samband við okkur og ætla að lána okkur ýmsa muni sem verða sýndir föstudaginn 17. febrúar á afmælisdegi skólans.

Við viljum vinsamlega biðja þessa aðila sem og aðra sem sem vilja lána okkur hluti að koma þeim í Myllubakkaskóla fyrir föstudaginn 10. febrúar. Þar tekur Lilja Steinarsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur við þeim.

Lilja veitir einnig allar nánari upplýsingar í síma 4201450 eða á [email protected] Sýningin verður á opnum degi skólans föstudaginn 17. febrúar frá kl. 11:00 – 14:00 og er allir hjartanlega velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024