Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ertu að njóta þín til fulls?
Þriðjudagur 10. apríl 2007 kl. 10:51

Ertu að njóta þín til fulls?

-Eflingarnámskeið fyrir allar  konur á Suðurnesjum, 25 ára og eldri

Dagana 17. og 18. apríl nk. verður boðið upp á eflingarnámskeið fyrir konur á Suðurnesjum. Námskeiðið er ætlað konum 25 ára og eldri og ber yfirskriftina Ertu að njóta þín til fulls? Námskeiðið er haldið í kjölfar fjölda áskorana eftir að námskeiðið Viltu virkja leiðtogann í þér? var haldið í fyrra.   

Þær konur sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattar til að skrá sig strax því fjöldi á námskeiðið er takmarkaður.  Hægt er að skrá sig með því að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og síma á netfangið [email protected] eða með því að hringja í Magneu í síma 660-8805, Helgu í síma 894-6723 og Björk í síma 893-8306 á milli kl. 17 og 19.  Þátttökugjald er
kr. 2.500.

Námskeiðið verður haldið í Golfskálanum í Leiru 17. og 18. apríl nk. frá kl. 19:30-22:30. Námskeiðinu lýkur svo með léttum veitingum og lokahátíð í Golfskálanum að loknum fyrirlestrum þann 18. apríl.

Það eru sjálfstæðiskonur í Reykjanesbæ sem standa fyrir námskeiðinu, en það er opið öllum konum á Suðurnesjum eldri  en 25 ára. Markmið námskeiðsins er að konur fái tækifæri til að efla sig og styrkja tengslanet sitt til virkari þátttöku í leik og starfi.  Meðal þess sem fjallað verður um á námskeiðinu er máttur jákvæðs hugarfars, að taka af skarið og söðla um, möguleikar kvenna í námi og starfi, áhrif góðrar heilsu á lífsgæði ofl.  Meðal þeirra sem miðla þátttakendum af þekkingu sinni og reynslu eru: 

Edda Björgvinsdóttir, leikkona
Guðjón Bergmann, yogakennari
Runólfur Ágústsson, fyrrv. Háskólarektor
Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, stundar meistaranám í Lýðheilsufræði við Háskólann í  Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024