Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ertu að hugsa um nám? Bjarni Ara hjá MSS í dag
Miðvikudagur 20. júní 2012 kl. 16:30

Ertu að hugsa um nám? Bjarni Ara hjá MSS í dag


Menntastoðir er undirbúningsnám fyrir Háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir. Í Menntastoðum eru kennd helstu grunnfög sem samsvara fyrstu áföngum í framhaldsskóla og metur Fjölbrautaskóli Suðurnesja námið til 34 eininga. Nemendur geta því einnig nýtt Menntastoðir til þess að ná sér í grunn fyrir iðnnám í framhaldsskólum eða á aðrar sambærilegar brautir.

Miðvikudaginn 20. júní kl. 18 verður kynning á Menntastoðum hjá MSS, Krossmóa 4a. Þar verður skipulag námsins kynnt og fjallað um hvað felst í því að taka fyrsta skrefið að námi. Fyrrum nemendur Menntastoða, þau Bjarni Arason, Laufey Sigurðardóttir og Anna Hulda Júlíusdóttir segja frá sinni reynslu af Menntastoðum, næstu skrefum og áhrifum á líf og tilveru.
Nú er tækifæri til þess að skella sér í nám, sniðið að þínum þörfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024