Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ertu á hausnum þessa dagana?
Gott er að nota mannbrodda í hálkunni.
Þriðjudagur 16. febrúar 2016 kl. 06:00

Ertu á hausnum þessa dagana?

Ertu á hausnum þessa daganna?

Ekkert er leiðinlegra en að hanga heima og geta ekki gert það sem mann langar og er vanur að gera. Maður kemst hægt yfir á hækjum, gifs á höndum hamlar daglegum verkum og verkir um allann kropp eftir slæma biltu eru ekkert gamanmál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í vetrartíð eins og er þessa dagann er mikið um slys vegna hálku og snjóþunga, erfitt að fóta sig á klakabunkum svo ekki sé talað um þegar snjórinn felur þá. Ýmislegt er til í verslunum, sem gerir þeim sem eru gangandi í þessum aðstæðum öruggari, eins og skór með grófa sóla, mannbroddar af ýmsum gerðum og göngustafir.

Mikið er af fréttum þessa daga um hálkuslysin og er mikið álag á heilsugæslu og útköll hjá sjúkrabíl vegna þeirra. Ekki er hægt að verjast öllum slysum en þó er hægt að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir og nota mannbrodda og stafi  þegar maður er á göngu, hægt að setja hálkusalt á heimtröð og bílastæði og stundum höfum við getað náð í sand í boði Reykjanesbæjar.

Félagar úr Slysavarnadeildinni Dagbjörgu fóru á slysavarnarúnt og kíktu í nokkrar verslanir hér í Reykjanesbæ  til að kanna hvort eitthvað af þessum slysavarnartækjum væri til á svæðinu og kom það ánægjulega á óvart hvað margar verslanir seldu mannbrodda og hálkusalt. Í þessari ferð var einnig kannað hvað væri til af endurskinsmerkjum því eins og allir vita er endurskinsmerki eitt allra besta slysavarnatæki sem til er miðað við stærð.

Við hvetjum ykkur til að nota þessi slysavarnatæki og varna því að þið þurfið að fara í heimsókn á heilsugæsluna, farið frekar í verslanir og fáið ykkur það sem hentar hverjum og einum því úrvalið er ágætt.

Munið að það er töff að vera á broddum… og það er gott að versla heima.

Slysavarnadeildin Dagbjörg