Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir - minning
Sunnudagur 19. febrúar 2023 kl. 07:15

Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir - minning

Í Garðinum hvílir lítið timburhús sem ber nafnið Sjólyst. Húsið stendur á sjávarbakka við Gerðavörina, byggt 1890. Húsið hefur því séð tímana tvenna. Una Guðmundsdóttir, stundum nefnd Völva Suðurnesja, bjó þar í liðlega hálfa öld. Fjölmargir hafa velvilja til Sjólystar, bæði vegna Unu og svo er húsið sjálft verðugur fulltrúi húsagerðar fyrri tíma. Svo var komið að húsið stóð höllum fæti, þurfti endursmíði. Hópur fólks tók saman höndum og myndaði Hollvinafélag um Unu og Sjólyst. Bæjarfélagið studdi vel við verkefnið, sem tók góðan áratug. Nú stendur húsið Sjólyst endurgert og þar er minning um Unu varðveitt og húsið sjálft sýningargripur. Erna Marsibil var formaður Hollvina 2013–2021 sem var endurgerðartími hússins. Þar naut verkefnið einstakrar handleiðslu. Erna þaulvön stjórnun sem skólastjóri og kunni á kerfi regluverks og fjármögnunar. Hún var þolinmóð, ráðagóð og fylgin sér frá upphafi verks til loka. Eftir að framkvæmdum lauk og Hollvinir tóku við rekstri hússins hefur verið efld þar menningarstarfsemi, sem Erna leiddi á veg. Endurgerð hússins og endurvakning menningarstarfs í Sjólyst er því jafnframt minnisvarði um velvilja og dugnað Ernu Marsibil Sveinbjarnardóttur. Hollvinir áforma að hafa svolítinn minningarstað í húsinu um Ernu sem þakklæti fyrir að menningarhúsið Sjólyst er nú ferðafært til minnis um svo margt sem þar var.

Megi Erna Marsibil í friði fara, minning um starf hennar lifir í menningarlífi Sjólystar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjórn Hollvina Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.