Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Er Trojuhestur í Sjálfstæðisflokknum?
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 15:27

Er Trojuhestur í Sjálfstæðisflokknum?

– Guðbergur Reynisson skrifar

Í janúar síðastliðnum ákváðu Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ að fara í prófkjör til þess að velja á lista fyrir Sveitarstjórnarkosningar í vor. Enginn annar stjórnmálaflokkur í bæjarfélaginu fór þessa leið.

Komin er upp sú staða að hópur þekktra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hafa skráð sig í flokkinn til þess eins að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna og hafa þannig áhrif á framboðslista þeirra.

Sjá má á skrifum þessara manna að þeir eru ekki með framtíð Sjálfstæðisflokksins í huga. Þetta eru menn sem ætla sér að eyðileggja flokkinn innanfrá með einum hætti eða öðrum. Augljóst er að þetta er dæmi um siðleysi og er hvorki þeim né skoðunum þeirra til framdráttar.

Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ. Tökum höndum saman 1. mars og mætum á kjörstað. Aðeins þeir sem eru í Sjálfstæðisflokknum eða ganga í hann af heilum hug ættu að ráða uppröðun sinna manna.

Guðbergur Reynisson
Formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024