Er þörf á sambýli fyrir Alzheimersjúka í Reykjanesbæ?
Á verkefnaáætlun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir árin 2002 til 2006 er áætlað að setja á laggirnar sambýli fyrir Alzheimersjúklinga ef þörf er á slíku úrræði. Nú þegar er að störfum hópur fagfólks frá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar (FFR), Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og Dvalarheimilum aldraðra á Suðurnesjum (DS) sem vinnur að undirbúningi verkefnisins. Ekki eru til á einum stað upplýsingar um hve stór hópur fólks á Suðurnesjum á við minnissjúkdóma að stríða. Því hefur verið ákveðið að láta fara fram könnun á því og óska eftir að aðstandendur Alzheimer- eða minnisskjúkra hafi samband fyrir 1. mars 2003 við Ásu Eyjólfsdóttur, félagsráðgjafa í síma 421 6700 á mánudögum og þriðjudögum milli kl. 10:30 og 11:30.Hér er einungis verið að athuga hver þörfin sé sem er mjög mikilvægt skref og í raun forsendur þess að hægt sé að meta þörfina fyrir þjónustuúrræði til þessa hóps.
Ef til þess kemur að sambýli verði að veruleika verður að meðhöndla umsóknir inn á það, eins og aðrar umsóknir á þjónustu- eða hjúkrunarheimili fyrir aldraða, að undangengnu vistunarmati.
Það er von okkar að þið hjálpið okkur að greina þörfina svo við getum lagt okkar að mörkum til að skapa minnissjúkum aðstæður við hæfi í heimabyggð.
Félagsmálastjórinn í Reykjanesbæ
Ef til þess kemur að sambýli verði að veruleika verður að meðhöndla umsóknir inn á það, eins og aðrar umsóknir á þjónustu- eða hjúkrunarheimili fyrir aldraða, að undangengnu vistunarmati.
Það er von okkar að þið hjálpið okkur að greina þörfina svo við getum lagt okkar að mörkum til að skapa minnissjúkum aðstæður við hæfi í heimabyggð.
Félagsmálastjórinn í Reykjanesbæ