Aðsent

Er Reykjanesbær okkar bær?
Þriðjudagur 15. apríl 2014 kl. 14:58

Er Reykjanesbær okkar bær?

– Trausti Björgvinsson skrifar

Í 12 ár hefur bænum verið stjórnað af þeim meirihluta sem nú situr við völd. Á þessum þremur kjörtímabilum sem um ræðir hefur þessi meirihluti gert eignir bæjarins að engu, skuldir hlaðast upp með hverju árinu sem líður og alltaf er lofað að bjargvættur sé handan við hornið.
 
Álver, kísilver, vatnverksmiðja bílaiðnaðarverksmiðjur eru meðal annars nokkrir af bjargvættunum. Þegar þeir koma verða allir glaðir. Það verða peninga færibönd lögð frá Helguvík og beint inn í bæjarsjóð þar sem peningarnir hlaðast upp og við verðum ríkasta bæjarfélag landsins. Getur þetta verið satt eða er bara verið að ljúga að okkur?
Mig langar að segja ykkur stutta sögu. Ég fór eitt sinn á sýningu hjá manni sem kallaði sig dáleiðara. Hann fékk 20 sjálfboðaliða upp á sviðið og veifaði höndum fyrir framan hvern og einn og talaði til þeirra. 5 voru sendir í sæti sín aftur úti í sal, en eftir voru 15 á sviðinu. Hann dáleiddi svo þetta fólk og lét þau gera hluti sem allir í salnum skemmtu sér yfir í tvær klukkustundir. Meðal annars sagði hann manni að setjast aftur í sæti sitt út í sal, og þegar hann heyrði sagt orðið furðufugl skyldi hann stökkva af stað hlaupa á sviðið og grípa þar skammbyssu sem þar var á borði einu og skjóta mann sem á sviðinu var. Auðvitað var þetta bara hvelletta í byssunni. Þegar um klukkutími var liðin af sýningunni þar sem fólkið gerði ýmsa hluti hvort við annað og dáleiðarinn hafði greinilega fulla stjórn á þeim. Kom að því að maður einn átti að byðja ungrar stúlku og lagðist á hnén, þá kallar maður á sviðinu, furðufugl, og í því andartaki stekkur maður einn á fætur úr sæti sýnu treðst yfir fólkið sem situr honum við hlið stekkur upp á sviðið grípur byssuna og miðar á mannin á hnjánum og hleypti af skoti. Sá sem átti að verða fyrir skoti var að sjálfsögðu einnig dáleiddur og féll niður sem dauður væri, um leið og þetta skeður klappar dáleiðarinn saman höndum og vekur þann sem skaut, þegar hann áttar sig á að hann var að skjóta mann fyrir framan fullan sal af fólki sleppir hann byssunni og fær panik.
 
Hvað er það sem fær meirihluta bæjarbúa til að fara á kjörstað og kjósa aftur og aftur þá sömu aðila sem hafa keyrt bæinn í þrot. Er einhver þarna sem hefur þau áhrif á okkur að við trúum sömu sviknu loforðunun aftur og aftur. 
Eigum við ekki að gera eins og dáleiðarin, klappa saman höndum og vona bara að við vöknum úr þeim álögum sem á okkur hafa verið lögð. Og mæta á kjörstað 31.maí n.k. og sýna þeim að við séum ekki undir þeirra stjórn lengur. 
Reykjanesbær er okkar bær og keflið skal færa í hendur þeirra sem virðingu bera fyrir bænum og þeim sem hér búa. Píratar í Reykjanesbæ eru tilbúnir að taka við keflinu og vinna að því að gera bæinn okkar að betri bæ. Það gerum við með beinu lýðræði,gegnsæi og ábyrgð.
 
Trausti Björgvinsson,
skipar 1. sæti á lista pírata í Reykjanesbæ.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024