Er líf eftir fjárhagserfiðleika?
Hver er staða þín í fjárhagsþrengingum. Áhugaverður fyrirlestur fyrir alla sem vilja finna lausnir í greiðsluerfiðleikum.
Hvar: Í Virkjun, Flugvallarbraut 740, 235 Ásbrú, Reykjanesbæ
Hvenær: Miðvikudaginn 27. október 2010
Fyrir hverja: Opinn öllum
Kl. hvað : 18:00 – 21:00
Í fyrrihluta fyrirlestrarins er farið í gegnum réttindi og skyldur skuldara á mannamáli.
Að þekkja og skilja þau úrræði sem standa til boða hjálpa þér að velja réttu leiðina til að komast úr fjárhagserfiðleikum.
Hvað þýðir og hvaða afleiðingar hafa:
- Fjárnám - Fyrning
- Greiðsluþrot - Gjaldþrot
- Greiðsluaðlögun - Vanskilaskráning
- Stefna - Greiðsluáskorun
- Sértæk skuldaaðlögun - Nauðasamningar
- Nauðungarsala - Kröfuvakt o.fl.
Seinni hluta fyrirlestrarins skoðum við hverjar eru helstu hindranir fyrir því að við leggjum af stað og hvaða leiðir eru færar til að öðlast nýtt líf sem fyrst. Hvernig byggjum við upp brotna sjálfsmynd eftir fjárhagslegt niðurbrot. Hver er lykilinn að því að öðlast nýtt og spennandi líf, strax í dag.
Fyrirlesari er: Sigurður Erlingsson
Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar í samstarfi við Velgengni.is og Virkjun mannauðs á Suðurnesjum