Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 25. október 2004 kl. 11:29

Er kvótabraskskerfið að gleypa í sig smábátana?

Að gefnu tilefni kom eftirfarandi hugleiðing fram á 20. þingi Landssambands  Smábátaeigenda þann 14 til 15. október 2004.
Fyrir um það bil tuttugu árum komu menn saman að stofnun smábátafélags til hagsbóta fyrir útgerðir báta sinna, grasrótarhreyfing einyrkja, blautir á bak við bæði eyrun.  Þessi félagsskapur manna með landsamband sem brjóstvörn hefur komið miklu til leiðar í gegnum tíðina svo eftir er tekið.  
Til dæmis veiðiheimildir í lokuðum potti krókabáta.

Almenningur í landinu hefur stutt dyggilega við þennan útgerðarflokk því hann er í senn vistvænn og atvinnuskapandi og lífgar sérstaklega upp á mannlífið í dreifðum byggðum.
Kapp er best með forsjá stendur einhver staðar!
Því nú á aðeins einu kynslóðabili eru teikn á lofti um óæskilega stefnu í félaginu sem stendur nú á tímamótum með mikla möguleika ef rétt er á spilum haldið.
Í fyrsta lagi með stækkun bátanna úr fimmtán tonnum í tuttugu og fimm til þrjátíu tonn.
Í öðru lagi frjálsræði í vali á veiðiaðferð í krókakerfinu.

Að mínu viti glatast stuðningur almennings við smábátamenn og einyrkinn hverfur að mestu ef af þessu verður,  peningahyggjan og hnefarétturinn kemur inn, góð lífsgildi og virðing á mannréttindum hverfa. Það er umhugsunar vert hvað löggjafinn hefur oft sett lög þvert á stefnu L.S. og þar með gert samþykktir aðalfunda félagsins ómerkar. Því spái ég, að eins og svo oft áður verði sjónarmið þess stóra í félaginu sem ræður för, þegar kemur að lagasetningu á löggjafasamkundunni, en ekki félagsleg niðurstaða aðalfunda eins og menn hafa haldið og vonast til. Máli mínu til stuðnings hef ég til taks nokkur dæmi ef þess væri óskað.
Ég óska ykkur félögunum velfarnaðar og þakka gott hljóð.

Sæmundur Einarsson smábátseigandi,
Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024