Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 4. desember 2003 kl. 11:06

Er Karlinn á kassanum kominn ofaní kassann?

Vegna skrifa Karlsins í síðustu viku tel ég mig knúinn til að svara honum um það sem hann skrifar um Samfylkinguna þar.  Sýnist mér á þeim að Karlinn virðist ekki fylgjast mikið með því sem fólk ræðir hér í bæ og í bæjarstjórn.  Þegar fréttin um að listaverk Árna Johnsen væru komin í geymslu hjá Reykjanesbæ vegna fyrirhugaðrar sýningar á þeim,  tel ég að margir bæjarbúar hafi spurt sig spurningarinnar; Hvað er nú í gangi?  Er Reykjanesbær að borga leigu undir einn frægasta fanga landsins?  Það er ekki af mannvonsku sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar grennslast fyrir um málið og gagnrýna.  Er það ekki hlutverk bæjarfulltrúa að kanna hvað er um að vera þegar engin umræða um mál sem vekja svona athygli hefur farið fram í stjórnkerfi bæjarins. 

Þetta eru nú engin venjuleg listaverk sem eru geymd, í plássi sem ætlað er Íslending en hann stendur úti á meðan þetta er.  Hér er um að ræða verk á  fimm vörubílspöllum sem komu með listaverk Árna í geymslu bæjarins.  Venjulegur fangi kemur nú bara með plastpokann undir hendinni og í pokanum eru kannski nokkrar skissur eða myndir á blöðum. 
Karlinn talar um að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar geri sig að bjánum í þessari umræðu.  Ég spyr var undirritaður bæjarfulltrúi að gera sig að bjána með að spyrja eftir farandi spurninga á bæjarstjórnarfundi:
1. Stendur til að Reykjanesbær borgi leigu vegna geymslu lista verkanna?
2. Tekur Reykjanesbær þátt í kostnaði vegna flutnings þeirra hingað?
3. Hvenær og hvar  var ákvörðun tekin um þessa sýningu.
4. Hver er kostnaður bæjarins við sýninguna?
Dæmi nú hver fyrir sig, bjánar eða ekki bjánar, að vilja gegna skyldum sínum og fá svör?
Ekki bjáni segir ég og vil ég þakka þeim fjölda bæjarbúa sem hafa haft sambandi við mig og þakkað mér fyrir að taka þetta mál upp.

Mér sýnist eitt  vera nokkuð víst, Karlinn er ekki að fylgjast með hvað gerist og rætt er, í bæjarstjórn Reykjanesbæjar?  Hann segir  að bæjarstjórnarmenn eigi að skammast sín og eyða tímanum heldur í að ræða stöðu Varnarliðsins.  Vil ég benda honum á að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðum í sumar fram tillögu, um fund með fulltrúum ríkisina um stöðu og málefni Varnarliðsins.  Á þessum tíma töldu fulltrúar ríkisvaldsins ekki tímabært að halda slíkan fund.
4. nóvember, lagði svo öll bæjarstjórnin fram  bókun um málefni varnarliðsins, þar sem óskað var eftir fundi með ráðamönnum þjóðarinnar og  þá hafði stjórn SS gert hliðstæða bókun 30.október.  Ekki hefur þessi fundur enn verið haldinn.

Ekki ætla ég að telja upp allt hér sem Samfylkingin hefur tekið fyrir í bæjarstjórn en eitt vil ég þó benda þér á sem þú hefur ekki fjallað um í skrifum þínum.  Það er málið um holræsaskattinn, sem Reykjanesbæar var nú á dögum dæmdur til að greiða til baka.  Við Samfylkingarmenn  vöruðum við að þessi leið væri farinn, en það var ekki hlustað á þau rök.  Fór því sem fór.
 
En eitt get ég tekið undir í skrifum Karlsins um Samfylkingarmenn í síðustu viku, en þar veitir hann Jóni Gunnarssyni hrós.  Minni ég þig á að þú hvattir í síðustu  þingkostningum menn til að kjósa annað en Samfylkinguna, í von um að koma Suðurnesjamanni á þing.  Einnig sagðirðu að Jón ætti ekki möguleika á að komast inn, en þetta kannski sýnir hvað þú ert lagt frá bæjarbúum. 
En kæri Karl, það er ekki við Samfylkinguna að sakast í þessum málum sem þú telur upp, það erum jú ekki við sem erum hér í meirihluta og ekki í ríkisstjórn?
Ég tek heilshugar undir það með þér að ekki eru bjartar horfur hér í atvinnumálum og þurfum við að standa saman í að skapa atvinnu hér  fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sjá fram á að missa hana vegna samdráttar hjá Varnarliðinu.


Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024