Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Er enginn fjölskyldustefna hjá meirihluta  D og S lista í Grindavík?
Mánudagur 10. október 2005 kl. 11:31

Er enginn fjölskyldustefna hjá meirihluta D og S lista í Grindavík?

Í síðasta tölublaði Víkurfrétta birtist frétt frá Grindavík sem vakti athygli mína og eflaust fleiri sveitunga minna.

Fréttin bar yfirskriftina Fasteignagjöld í Grindavík lækka. En þar segir frá því að D og S listar sem mynda meirihluta í bæjarráði hafi lagt fram tillögu um lækkun fasteignagjalda og sé sú tillaga komin fram í kjölfar þess að minnihluti B lista lagði fram tillögu um að greiða niður skólamáltíðir í Grunnskólanum í þeim tilgangi að auka nýtingu á skólamáltíðum sem í boði eru.

Í bókun með tillögu þeirra B lista manna kom fram að fáir nýti sér skólamáltíðirnar sökum þess að kostnaðurinn sé of mikil og að fleiri foreldrar myndu bjóða börnum sínum upp á heitan mat í skólanum ef maturinn kostaði minna.

Það sem vakti athygli mína var svo hljóðandi bókun D og S lista : að þeir telja það þjóna fleiri bæjarbúum að lækka fasteignagjöld en lækka matarkostnað í skólum fyrir fámennan hóp foreldra!

Ja svo fögur voru þau orð, það eru foreldrar rúmlega fimmhundruð barna við Grunnskóla Grindavíkur sem meirihluti D og S lista er að tala við og kallar fámennan hóp foreldra!
Undirritaðri finnst felast svo mikil hroki í þessum orðum að ekki sé hægt að sitja þegjandi undir þessum hroka. Ég spyr hvar er fjölskyldustefna þessa meirihluta? Eru foreldrar í Grindavík ekki þess virði að það sé skoðað og fjallað um það á málefnanlegan hátt hvort það að fáir nýti sér þessa þjónustu sé vegna þess að hún kostar of mikið. Halda menn að foreldrar fylgjist ekki með og sjái að foreldrar hinum megin á skaganum til að mynda í Reykjanesbæ greiða tæplega hemingi minna fyrir heitar skólamáltíðir en foreldrar í Grindavík. Af því að þar virðast stjórnvöld vera með einhvers konar fjölskyldustefnu við að stjórna. Menn þar á bæ virðast vera sér meðvitaðir að skóladagurinn er langur og vellíðan barna byggist m.a á því að fá góða næringu. Það eru fjölskyldufólk sem oftast er með börn á leikskóla og í grunnskóla á sama tíma og er að borga töluvert mikið fyrir þessa þjónustu af hverju má ekki koma á móts við þennan hóp? Af því að þeir eiga að borga matinn sinn sjálfir einhvers staðar heyrði ég þessi rök og vísa ég svona ummælum til föðurhúsanna.

Mín vegna má alveg lækka fasteignagjöld í Grindavík enda eru þau alltof há en það þarf ekki að spyrða þá aðgerð við það að ekki sé hægt að greiða niður skólamáltíðir fyrir stóran hóp skólabarna og foreldra þeirra sem eru skattgeiðendur í Grindavík Hvað þá að tala niður til foreldra..

Það verða sveitarstjórnar kosningar í bæjarfélaginu Grindavík eftir nokkra mánuði .Ég skora á samborgara mína að spyrja menn þá eftir fjölskyldustefna þeirra flokka og fá að vita fyrir hvað menn virkilega standa í þessu bæjarfélagi.


Petrína Baldursdóttir
Leik og grunnskólakennari
Starfar sem leikskólastjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024