Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Er eiginkonu sóknarprests ætluð staða sýslumanns?
Föstudagur 21. apríl 2006 kl. 10:00

Er eiginkonu sóknarprests ætluð staða sýslumanns?

„Sæll... biskup...
Nú er ég REIÐ ég get ekki sætt mig við það að meirihluti sóknarbarna í Keflavík sé hundsaður á þennan hátt þ.e. að ráða ekki sr. Sigfús en eins og þú veist voru rífleg 4300 undirskriftir eða tæplega 80% sóknarbarna sem skrifaði undir slíka viljayfirlýsingu.
Ég hef áður sent fyrirspurn um það hvort það séu einhver sérstök eyðublöð sem þarf að fylla út til þess að segja sig úr þjóðkirkjunni en hef EKKI ENN fengið svar. Ég óska eftir því þar sem þú ert nú enn á kaupi hjá mér, að ég fái þessi svör því ég ásamt mínu fólki ætlum svo sannarlega að segja okkur úr þjóðkirkjunni og leita þess safnaðar sem hlustar á sóknarbörn sín og ganga því næst til liðs við þann söfnuð. Hvert eigum við að snúa okkur til þess að segja okkur úr þjóðkirkjunni sem kærir sig ekkert um sóknarbörn sín aðeins um einhverjar fámennar nefndir og eða sér útvalda presta.... svei attan...

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir kt. 281164-4579
Melteig 20
230 Keflavík“

Svo mörg voru þau orð. Þess ber að geta að enn hafa engin svör borist frá biskupi, enda telur hann mig ábyggilega vera hluta af litla fólkinu í söfnuðinum sem kemur þetta mál bara ekkert við. Ég nota hér tækifærið og þakka vf.is kærlega fyrir að benda mér á Hagstofuna því nú þarf ég ekkert á því að halda að biskupinn svari, átti heldur ekki von á því.

En hvað er hér á ferðinni? Það eru sögur ef sögur skyldi kalla, að um eitt allsherjarplott sé að ræða! Að þegar núverandi sýslumaður láti af störfum þá sé eiginkonu nýskipaðs sóknarprests ætluð sú staða! Hva… á ekki að auglýsa stöðuna og velja þann hæfasta til starfans? Þvílík óvirðing…

Sr. Sigfús hefur verið hér við störf sl. 13 ár ásamt eiginkonu sinni, Laufeyju, sem hefur verið með honum í öllu hans starfi og staðið sig frábærlega. Þessi hjón eru það besta fólk sem söfnuðurinn og bæjarfélagið allt hefur fengið til verka. Eftir fráfall sr. Ólafs þá taldi ég víst (gerði ráð fyrir að fólk gæti komist upp í starfi þarna eins og hjá ríkinu) að sr. Sigfús tæki við stöðunni en staða prests yrði auglýst. Ég er viss um að nýskipaður sóknarprestur sé miklum hæfileikum og kostum búinn og hefði sómt sér vel hér í prestsstarfi við hlið sr. Sigfúsar sem væri sóknarprestur… en annað kom illilega á daginn.

Ég hef ákveðið að við þessa niðurstöðu þá muni ég segja mig úr þjóðkirkjunni og ef ekki verður stofnaður hér fríkirkjusöfnuður þá mun ég ganga til liðs við slíkan söfnuð í Hafnarfirði, sem er næst mér.

Ég nota hér með tækifærið og þakka sr. Sigfúsi og konu hans, Laufeyju, fyrir frábær störf og heilindi. Ég og mitt fólk vonum svo sannarlega að þau verði hér áfram ef ekki sem sóknarprestur þá prestur óháðs safnaðar.

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024