Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Er Diet kók betra en venjulegt kók?
Þriðjudagur 9. janúar 2007 kl. 09:37

Er Diet kók betra en venjulegt kók?

Í kvöld klukkan 20.00 verður ókeypis fyrirlestur í Íþróttaakademíunni um sætuefnið Aspartam.

 

Sætuefnið Aspartam er án efa umdeildasta aukaefni sem til er. Greinar birtast reglulega í fjölmiðlum þar sem óhefðbundnir meðferðaaðilar og næringþerapistar segja að þetta sé stórskaðlegt eitur á meðan næringafræðingar og umhverfisstofnun segja að það sé ekkert athugavert við þetta efni.

 

Hver er sannleikurinn?

 

Farið verður í flesta þá þætti sem varpa ljósi á þetta mál. Hvernig var þetta efni leyft, hvað er þetta efni og hver eru áhrif þess á líkama okkur? Er það satt að hægt sé að fá MS, sykursýki eða höfuðverki við að drekka diet kók? Hvað með þessa tilraun sem sýndi að vefjagigt fer ef viðkomandi hættir að drekka diet kók?

 

Þeir sem hafa setið þennan fyrirlestur segja að hann sé sjokkerandi!

 

Fyrirlesari er Haraldur Magnússon Osteópati B.Sc (Hons)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024