Enn um leikskólagjöld í Reykjanesbæ
Bæjarstjóri vor Ellert Eiríksson sá ástæðu til þess að skrifa grein í síðasta tölublað Víkurfrétta vegna greinar minnar um samanburð á leikskólagjöldum í nokkrum sveitarfélögum, sem hann lét framkvæma og lagður var fyrir bæjarráð þann 10. janúar sl. Ég vil leyfa mér að gera athugasemdir við nokkur atriði sem fram komu hjá bæjarstjóra í þessari grein, segir Guðbrandur Einarsson í grein til Víkurfrétta.Bæjarstjóri segir í greininni að :Mjög mismunandi reglur gilda í sveitarfélögum hvað stóran hlut foreldrar eiga að greiða af rekstrarkostnaði og hvað stóran hlut aðrir skattgreiðendur eiga að greiða í rekstri leikskóla í bæjarfélaginu.
Ég velti fyrir mér tilganginum með þessari málsgrein. Er verið að koma því inn hjá skattgreiðendum að það sé ekki sanngjarnt að hluti launa þeirra fari í að niðurgreiða vistun á leikskólum bæjarins fyrir fólk sem þeim kemur ekkert við. Stöldrum aðeins við þetta. Í samfélagi okkar hafa sveitarfélög ákveðnum skyldum að gegna. Sumar þessar skyldur eru lögboðnar og verður ekki undan þeim vikist, svo sem eins og greiðsla framfærslueyris til þeirra, sem vegna aðstæðna sinna vegna, tekst ekki að afla sér lágmarksframfærslu. Það er einnig verkefni sveitarfélaga að reka skóla og leikskóla, en það er hins vegar ákvörðun sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvernig slíkt skuli gert, svo fremi að lágmarksskyldur séu uppfylltar. Þar fyrir utan sinna sveitarfélög ýmsum verkefnum utan hins lagalega ramma og sem okkur finnst eðlilegt að sveitarfélag sinni. Í þetta fara skattgreiðslurnar okkar. Skv. fjárhagsáætlun 2002 ætlar sveitarfélagið að eyða 716 miljónum í grunnskóla bæjarins og 225 miljónum í íþrótta- og tómstundamál. Með sömu rökum og bæjarstjóri beitir má einnig spyrja hversu miklu skattgreiðendur eiga að eyða í þessa málaflokka, sem þeir nota jafnvel ekki.
Samfélagsleg þjónusta beinist að mismunandi þjóðfélagshópum við mismunandi aðstæður og á mismunandi aldri.
Hluti launa fólks sem ekki á börn, fer í að greiða skólavist barna sem aðrir eiga og hluti launa þeirra, sem verða jafnvel aldrei gamlir, fer í að greiða þjónustu við aldraða. Svona verður þetta á meðan við erum sammála um þessa samfélagsgerð og eins og bæjarstjóri segir í niðurlagi greinar sinnar að það:
er enginn einn sannleikur hvernig skipta á kostnaði. Það er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni.
Það lýsir því hugleysi meirihluta bæjarráðs að fela sig á bak við samanburðartölur sem við nánari skoðun standast alls ekki.
Bæjarstjóri beitir fyrir sig jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þegar hann reynir réttlæta að enginn afsláttur sé veittur af matarverði á leikskólum. Þau sveitarfélög sem veita slíkan afslátt eru því skv. þessu að brjóta jafnræðisregluna. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort skyldi nú borða meira, litla 2ja ára stúlkan sem er í leikskólavistun á Heiðarseli eða fertugi karlmaðurinn sem kennir í grunnskólanum eða vinnur í Áhaldahúsinu.
Guðbrandur Einarsson
varabæjarfulltrúi og fulltrúi
Samfylkingarinnar í Fjölskyldu og félagsmálaráði.
Ég velti fyrir mér tilganginum með þessari málsgrein. Er verið að koma því inn hjá skattgreiðendum að það sé ekki sanngjarnt að hluti launa þeirra fari í að niðurgreiða vistun á leikskólum bæjarins fyrir fólk sem þeim kemur ekkert við. Stöldrum aðeins við þetta. Í samfélagi okkar hafa sveitarfélög ákveðnum skyldum að gegna. Sumar þessar skyldur eru lögboðnar og verður ekki undan þeim vikist, svo sem eins og greiðsla framfærslueyris til þeirra, sem vegna aðstæðna sinna vegna, tekst ekki að afla sér lágmarksframfærslu. Það er einnig verkefni sveitarfélaga að reka skóla og leikskóla, en það er hins vegar ákvörðun sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvernig slíkt skuli gert, svo fremi að lágmarksskyldur séu uppfylltar. Þar fyrir utan sinna sveitarfélög ýmsum verkefnum utan hins lagalega ramma og sem okkur finnst eðlilegt að sveitarfélag sinni. Í þetta fara skattgreiðslurnar okkar. Skv. fjárhagsáætlun 2002 ætlar sveitarfélagið að eyða 716 miljónum í grunnskóla bæjarins og 225 miljónum í íþrótta- og tómstundamál. Með sömu rökum og bæjarstjóri beitir má einnig spyrja hversu miklu skattgreiðendur eiga að eyða í þessa málaflokka, sem þeir nota jafnvel ekki.
Samfélagsleg þjónusta beinist að mismunandi þjóðfélagshópum við mismunandi aðstæður og á mismunandi aldri.
Hluti launa fólks sem ekki á börn, fer í að greiða skólavist barna sem aðrir eiga og hluti launa þeirra, sem verða jafnvel aldrei gamlir, fer í að greiða þjónustu við aldraða. Svona verður þetta á meðan við erum sammála um þessa samfélagsgerð og eins og bæjarstjóri segir í niðurlagi greinar sinnar að það:
er enginn einn sannleikur hvernig skipta á kostnaði. Það er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni.
Það lýsir því hugleysi meirihluta bæjarráðs að fela sig á bak við samanburðartölur sem við nánari skoðun standast alls ekki.
Bæjarstjóri beitir fyrir sig jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þegar hann reynir réttlæta að enginn afsláttur sé veittur af matarverði á leikskólum. Þau sveitarfélög sem veita slíkan afslátt eru því skv. þessu að brjóta jafnræðisregluna. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort skyldi nú borða meira, litla 2ja ára stúlkan sem er í leikskólavistun á Heiðarseli eða fertugi karlmaðurinn sem kennir í grunnskólanum eða vinnur í Áhaldahúsinu.
Guðbrandur Einarsson
varabæjarfulltrúi og fulltrúi
Samfylkingarinnar í Fjölskyldu og félagsmálaráði.