Bilakjarninn
Bilakjarninn

Aðsent

Enn situr Oddný Harðardóttir hjá við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum
Mánudagur 12. september 2011 kl. 07:22

Enn situr Oddný Harðardóttir hjá við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum



Það var bæjarstjórn Sandgerðis sem hafið frumkvæðið að því að sveitarfélögin, Sandgerði, Garður og Reykjanesbær í samstarfi við KADECO, stæðu saman að byggingu fangelsis í Rockwill, eða Ásbrú norður sem er sameiginlegt atvinnusvæði þessar aðila og er í mótun. Algjör samstaða hefur verið í bæjarstjórnum sveitarfélaganna að baki þessa verkefnis. Ríkisstjórnin sveik það loforð að fangelsi verði byggt þar sem ódýrasti kosturinn byðist en við Suðurnesjamenn töldum okkur vel í stakk búna til að bjóða þann kost, með samstöðu okkar sem Sandgerðingar höfðu forgöngu um ætluðum við að ná þessu 2ja milljarða verkefni til Suðurnesja.

Á fundi bæjarstjórnar Garðs miðvikudaginn 7. sept. sl. var lögð fram ályktun frá bæjarstjórunum á Suðurnesjum þar sem hörmuð er staðsetning fangelsis á Hólmsheiði.

Í ályktuninni segir m.a.;
Bæjarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum harma ákvörðun innanríkisráðherra um staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Í tæpt ár hafa sveitarfélög á Suðurnesjum og fleiri sveitar félög unnið útfrá yfirlýsingum Innanríkisráðuneytisins um að framkvæmdin yrði boðin út óháð staðsetningu og að horft yrði til heildaráhrifa þeirra kosta sem fram kæmu í þeim tilboðum sem bærust í verkið. Nú hefur verið söðlað um og ákvörðun tekin um að fangelsið verði byggt á Hólmsheiði.
Þær forsendur sem gefnar eru fyrir þeirri ákvörðun byggja á veikum grunni. Kostnaðarútreikningar sem vísað er til eru ófullkomnir og taka ekki tillit til þátta eins og frádráttar kostnaðar Lögreglunnar á Suðurnesjum vegna staðsetningarinnar á Hólmsheiði eða vaxandi fjölda mála sem upp koma í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með auknu flugi til landsins. Né heldur taka þeir tillit til þess að lóðin sem stendur til boða á Suðurnesjum er tilbúin til framkvæmda með lögnum og vegakerfi á meðan lóð á Hólmsheiði krefst aukinna framkvæmda.

Þess utan ætti stjórnvöldum að vera full ljóst að aðstæður á Suðurnesjum eru með þeim hætti að framkvæmd sem nemur 2 milljörðum króna getur skipt fjölda fjölskyldna á svæðinu sköpum. Sá kostnaður sem yfirvöld telja sparast með staðsetningu á Hólmsheiði er í besta falli óverulegur. Neikvæð áhrif mikils atvinnuleysis og kostnaður því fylgjandi heldur áfram að safnast upp hjá Vinnumálastofnun og félagsþjónustu bæjarfélaganna á Suðurnesjum.
Sveitarfélögum sem hafa í góðri trú lagt fjármuni og tíma í undirbúning að útboðsverkefni sem ljóst virðist að aldrei átti að bjóða út er sýnd lítilsvirðing með þessari ákvörðun.
Bæjarstjórn Garðs bókaði eftirfarandi á fundi sínum 7. sept. sl.;

Bæjarstjórn Garðs tekur undir með bæjarstjórum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um að í góðri trú unnu sveitarfélögin saman að undirbúningi að útboðsverkefninu og lagt til þess bæði fjármuni og tíma en í ljós kom að aldrei átti að bjóða út byggingu fangelsis og er sveitarfélögunum á Suðurnesjum sýnd lítilsvirðing með þessari ákvörðun.

Bréfið lagt fram.
Samþykkt með 4 atkvæðum D-lista, L-listi og N-listi sitja hjá


Það einkennilega gerist í atkvæðagreiðslunni eftir algjöra samstöðu í bæjarstjórn Garðs frá því að málið fór af stað að nú sat minnihlutinn hjá þegar varabæjarfulltrúann Oddnýju Harðardóttur sat loks fund í bæjarstjórn Garðs. Þá veldur það vonbrigðum að þeir tveir bæjarfulltrúar minnihlutans sem áður hafa talað fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu tækju afstöðu með Oddnýju og sátu einnig hjá, þeir Davíð Ásgeirsson og Pálmi S. Guðmundsson.


Ég hefði talið að hlutverk Oddnýjar og minnihlutans hefði frekar verið að standa með okkur Suðurnesjamönnum í málinu, hvað þá Sandgerðingum sem báru hitann og þungan af þessu máli og hafa væntanlega gert ráð fyrir stuðning þingmannsins. Því miður er bið á þeim stuðningi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Oddný hefur gætt þess að sitja hjá í allri umræðu um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í langan tíma. Hún hefur aftur á móti stuðlað að því að fækka hér atvinnutækifærum, m.a. með því að samþykkja auknar arðgreiðslur flugstöðvarinnar til ríkissjóðs um hundruð milljóna króna á ári sem annars hefðu átt að fara til viðhalds og endurbóta í og við flugstöðina. Þar hefðu getað skapast allt að 160 viðhaldsstörf. Þögn þingmannsins hefur verið yfirþyrmandi í atvinnumálum og sæti hennar verið autt á þeim fundum þar sem atvinnumál hafa verið í brennidepli.

Stuðningur hennar við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum er hvorki í orði eða borði. Oddný hefur enn tækifæri til að sýna í verki að hún vilji atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Hún gæti staðið upp á Alþingi og krafist þess að nú þegar veri farið í virkjanir í neðrihluta Þjórsár og álveri í Helguvík og Garði tryggt rafmagn í fyrsta áfanga verkefnisins sem þá þegar færi á fulla ferð. Að öðrum kosti ætti ríkisstjórnin ekki vísan stuðning hennar. Við munum öll standa við bakið á henni í þeirri ákvörðun að ríkisstjórnin eigi ekki stuðning hennar vísan fari hún ekki að ósk þingmannsins. Aðrir þingmenn hafa þegar beitt slíkum þrýstingi. Oddný getur aftur á móti treyst því að við Suðurnesjamenn styðjum hana hafi hún þann kjark sem stundum þarf til að koma málum í höfn. Ekki sitja hjá og gera ekki neitt. Það er því miður staðreynd þegar á reynir í þessu máli og fleiri málum.

Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði.