Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Engin kortanúmer á strimlum frá Bónus
Fimmtudagur 16. nóvember 2006 kl. 15:33

Engin kortanúmer á strimlum frá Bónus

Tæknimenn Bónus hafa fundið leið til að má út númer kreditkorta á kvittunum viðskiptavina úr afgreiðslukössum í verslunum Bónus. Ekki hefur fyrr en nú fundist leið til að hylja  kortanúmerin og því hafa þau til þessa dags birst í heilu lagi á kvittunum viðskiptavina. Bónus hefur þrýst af miklum þunga á menn að finna lausn á þessum vanda því bent hefur verið á mögulega hættu af því að óprúttnir aðilar kunni að geta nýtt sér þessar upplýsingar.

„Við fögnum þessu mjög og gleðjumst yfir því að hafa hluti af þessu tagi algerlega á hreinu. Menn hafa til þessa ekki komið auga á lausnina en sem betur fer fannst hún og málið er úr sögunni,” segir í yfirlýsingu frá Bónus. Eftir sem áður munu menn hraða innleiðingu á nýju kassakerfi. Það gengur vel og hafa nokkrar stærstu verslanirnar þegar tekið nýja afgreiðslukerfið í notkun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024