Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Engin 116 fm íbúð í Keflavík sem greiðir 47 þúsund krónur
Þriðjudagur 24. janúar 2012 kl. 13:15

Engin 116 fm íbúð í Keflavík sem greiðir 47 þúsund krónur


Í fjölmiðlum í gær, mánudaginn 23. janúar, voru fréttir um mismun á vatnsgjaldi í Reykjavík og Keflavík. Sagt er að vatnsgjald af 100 fm íbúð í Reykjavík nemi um 25.000 á ári en rúmum 47.000 af 116 fm íbúð í Keflavík. Við skoðun á álagningu ársins hjá HS Veitum finnst engin 116 fm íbúð í Keflavík sem greiðir 47 þúsund krónur. Alls eru 41 húseign af ýmsum gerðum sem eru um 116 fm (115,51 – 116,49) hjá HS Veitum og er meðal gjaldið 22.425. Gjöldin eru hins vegar mjög mismunandi eða allt frá 12.504 (verðlítið atvinnuhúsnæði) til 40.627 og í heildina yrðu gjöld í Reykjavík fyrir þessar húseignir samtals um 10% lægri. Við skoðun á 36 húseignum sem eru um 100 fm að stærð kom hinsvegar í ljós að gjöld samkvæmt gjaldskrá í Reykjavík yrðu um 10% hærri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Væri gjaldskránni í Reykjavík beitt á allar fasteignir í Reykjanesbæ myndu tekjur HS Veitna í heild hækka lítillega. Hinsvegar yrði talsverð tilfærsla á gjöldum frá íbúðarhúsnæði til atvinnuhúsnæðis þar sem atvinnuhúsnæði er almennt lægra í fasteignamati miðað við stærð.

Einnig er rétt að fram komi að álagningarprósentan á Suðurnesjum er óbreytt frá því sem var í fyrra eða 0,193% en samkvæmt upplýsingum frá fasteignamatinu hækkaði matið í Reykjanesbæ um að meðaltali 5 – 6%. Vatnsgjöldin hækka þá um sömu prósentu en þar sem um meðaltal er að ræða getur hækkun einstakra eigna að sjálfsögðu verið ýmist meiri eða minni.

Að lokum verður að segja að lok fréttarinnar eins og hún kom fram í fjölmiðlum er óskiljanleg og ekki ljóst hvað verið er þar að segja né hvort þetta snýr að einhverju leiti að HS Veitum eða ekki, m.a. vegna þess að HS Veitur hafa ekkert með fráveitumál að gera, en málsgreinin var þannig:

„Eftir gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um áramótin er verðmunur á heitu og köldu vatni hjá OR nánast þrefaldur, alls hafa vatns- og fráveitugjöld hækkað um 10,69% frá síðasta vori og heita vatnið hefur hækkað um 5,3% frá áramótum.“

Reykjanesbæ 24. janúar 2012

Júlíus Jónsson forstjóri HS Veitna hf