Engar tillögur FFR
Ég sem formaður nefndar FFR verð að gera athugasemd vegna bókunar bæjarráðsfulltrúanna Jóhönnu Bjarkar Pálmadóttur og Hannesar Friðrikssonar á fundi FFR 20. september síðastliðinn.
Á fundinum kynnti félagsmálastjóri, Hjördís Árnadóttir, hugmyndir að niðurskurði. Nefndarmenn höfðu ekki séð fyrirfram þær hugmyndir sem fyrir voru lagðar. Bæjarráðsfulltrúarnir Hannes og Jóhanna Björk voru búin að semja bókunina (sem birtist hér á vf.is) áður en þau komu á fundinn.
Á fundinum voru engar tillögur bornar fram og því er óþarfi að mótmæla því að þetta sé af einhverjum toga sem vart eigi sér hliðstæðu.
Ingigerður Sæmundsdóttir, fomaður FFR