Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Endurgreiðslu kostnaðar vegna tannlækninga barna hækkar tímabundið
Þriðjudagur 10. júlí 2012 kl. 15:25

Endurgreiðslu kostnaðar vegna tannlækninga barna hækkar tímabundið

- Hækkunin gildir frá 1. júlí til næstu áramóta. Tímabundnar úrbætur fyrir tannheilsu barna.

Tannheilsa barna hefur verið þó nokkuð í umræðunni og vaxandi áhyggjur af tannheilsu barna, sérstaklega þeirra barna sem búa við efnahagslegar þrengingar og fátækt.  Rekja má þessar áhyggjur m.a. til deilu um gjaldskrá vegna tannlækninga sem ríkið hefur ekki samþykkt að taka mið af við útreikninga sína um endurgreiðslur,  en einnig til þeirrar kaupmáttarrýrnunar og kjaraskerðinga sem heimili landsins hafa orðið fyrir í kjölfar efnahagshruns fjármálakerfisins á Íslandi 2008.

Í reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga er kveðið á um 75% greiðsluþátttöku vegna tannlækninga barna og er þá miðað við hina opinberu gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en opinbera gjaldskráin greiðir sjúklingurinn mismuninn sem skýrir að endurgreiðsla raunkostnaðar hefur verið mun lægri en nemur 75% frá því að samningar hins opinbera við tannlækna féll úr gildi.

Með núverandi hækkun á endurgreiðslu kostnaðar Sjúkratrygginga Íslands er áætlað að hlutfall endurgreiðslu raunkostnaðar hækki úr tæpum 42% í að meðaltali í 62,5%.  Getur hér munað nokkru fyrir pyngju heimilanna og eru foreldrar hvattir til að kynna sér þessar breytingar.  Nánari upplýsingar má finna á

http://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/nr/431 og http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33456

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024