Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 13. júní 2002 kl. 01:03

Ellert þakkar bæjarbúum og samstarfsfólki

Til íbúa Reykjanesbæjar
Ágætu bæjarbúar
Það hefur verið mér heiður og ánægja að starfa sem bæjarstjóri ykkar allra s.l. 12 ár. Bestu þakkir færi ég þeim fjölmörgu sem komið hafa í heimsókn, sent skrifleg erindi eða hringt, fyrir skoðanaskiptin og vinsemdina.Sérstakar þakkir færi ég samherjum í Sjálfstæðisflokknum, bæjarfulltrúunum Jónínu A. Sanders, Þorsteini Erlingssyni, Björk Guðjónsdóttur og Böðvari Jónssyni fyrir samstarfið, þau hafa unnið bæjarfélaginu ómetanlegt gagn. Síðast en ekki síst færi ég starfsfólki Reykjanesbæjar bestu þakkir fyrir fórnfús og vel unnin störf, þolinmæðina við mig í svo langan tíma verður seint full þökkuð.

Með vinsemd og virðingu,

Ellert Eiríksson.

Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024