Eldvarnarfræðsla 2007
Félag starfsmanna Brunavarna Suðurnesja verður með eldvarnarfræðslu dagana 15. til 22. desember. Er eldvörnum á þínu heimili ábótavant? Ef svo er þá er tíminn einmitt núna að bæta úr því.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja eiga að baki áratuga reynslu í þeim fræðum og væri því ekki úr vegi að nýta sér þá kunnáttu þegar hún býðst. Við verðum með sölu á eldvarnarbúnaði á frábæru verði ásamt því að ráðleggja fólki varðandi uppsetningu á reykskynjurum og öðrum búnaði. Öryggismál á heimilinu er mál sem ætti ávallt að vera efst á baugi og nýttu því þetta tækifæri og kíktu á okkur.
Við verðum í anddyri Bónus og Hagkaups í Reykjanesbæ eftirtalda daga:
Sunnudaginn 16. desember frá 12-18
Mánudaginn 17. desember frá 18-20 (Garði)
Þriðjudaginn 18. desember frá 18-20 (Vogum)
Miðvikudaginn 19. desember frá 16-20
Fimmtudagur 20. desember frá 17-21
Föstudagur 21. desember frá 16-22
Laugardagur 22. desember frá 12-22
Við verðum í Samkaup Strax Garði mánudaginn 17. desember frá 18-20 og í Vogunum 18. desember við bæjarskrifstofur Iðndal 2 frá 18-20
Hér eru nokkur verðdæmi en úrvalið er meira.
Slökkvitæki: Duft 6kg 5400 kr
Léttvatn 6L 6000 kr
Reykskynjari: Jónískur 1000 kr
Optískur 1500 kr
Hitaskynjari 1700 kr
Eldvarnarteppi: 2500 kr
Endilega kíkið á okkur, við tökum vel á móti ykkur.