Eldspýtur geta verið hættulegar
Oft er það þannig að þar sem er eldur, hafa eldspýtur nærri komið hugsaði ég „eldspýtnalausi frambjóðandinn“ nú um hádegisbil, þegar mér var bent á grein hins „óflokksbundna“ Gústavs Daníelssonar fyrrum starfsmanns Hitaveitu Suðurnesja. Þar sakar hann mig um að vilja fækka starfsmönnum bæði HS Veitna og HS Orku með tillögu minni um að bærinn aflaði tilboða í raforkunotkun sína.
Ekki var það nú hugsun mín með tillögu þessari, heldur þvert á móti. Þau orkulög sem sett voru á sínum tíma voru hinsvegar sett til þess að efla samkeppni. Og samkeppni í minum huga miðast við að þau fyrirtæki sem þátt taka leytist því við að hafa sem hagstæðust tilboð fyrir neytendur sína. Það voru einnig ein af rökum þeirra sem keyptu HS Orku fyrir kaupum sínum, studd af meirihluta sjálfstæðisflokksins hér í bæ. Fyrir mér lá eingöngu að kasta fram hugmynd um hvernig hægt væri að spara án þess að það kæmi niður á nokkrum.
Nú veit maður svo sem ekki hvað út úr slíku útboði hefði komið, og maður verður að reikna með að allir þeir sem í sliku útboði hefðu tekið myndu leitast við að hafa verðið sem lægst, þar með talin HS Orka, sem segist vera frumkvöðull í að efla samkeppninna.
Nú er ég svo sem ekki maður sem gef mér neitt fyirfram, og allra síst útkomu útboða. En leyfi mér þó að fullyrða að hvort heldur HS Orka, myndi fá eða ekki hefði það akkúrat engin áhrif á starfsmenn fyrirtækisins, heldur þvert á móti.
Allar líkur eru á að starfsemi HS Orku myndi frekar aukast i. Þá myndi losna um orku sem nýta mætti til uppbyggingu annarra starfa, til yrðu það sem menn kalla nú gjarnan afleidd störf. Þá orku sem Reykjanesbær nýtti ekki mætti til að mynda setja í pottin sem Álverið í Helguvík þarfnast svo sárlega nú.
Hvað varðar svo aðkomu forráðamanna HS Orku , sjálfstæðismanna , eða jafnvel forráðamanna fyrrum Hitaveitu Suðurnesja er greinilegt að greinaskrifandinn veit ekkert hvað hann er að tala og bendi honum á að fara inn á vef Alþingis og líta álit þau er ofantaldir aðilar sendu inn hvað varðar lagafrumvarpið sjálft. Þar sér hann hvernig það er til komið í sinni endanlegu mynd. Það er nefnilega þannig að ætli menn að nota eldspýtur er betra að vita hvernig á að nota þær.
Gústavi til fróðleiks , þá er það alveg á ljósu að nái ég að hafa áhrif í bænum okkar eftir kosningar mun ég taka hag bæjarins og bæjarbúa fram yfir allt annað, og mun hér eftir hlusta eftir röddum þeirra svo ég viti hvað þeir vilja. Á það hefur skort, það sýnir best þessa dagana. Kjósum Samfylkinguna því það er eini valkosturinn vilji menn breytingar.
Með bestu kveðju og gleðilega hvítasunnuhelgi
Hannes Friðriksson