Eldspýtnalausi frambjóðandinn
Fambjóðendur eru nú í óða önn við að slá sig til riddara þessa dagana, sumir með misgáfulegum skrifum.
Einn frambjóðandi Samfylkingarinnar skrifaði grein í VF undir fyrirsögninni.
“Spörum án þess að það komi niður á þjónustunni.“
Hann talaði um blinda kettlinga til að verða sniðugur og fyndinn á kostnað annara frambjóðanda.
Ég man líka eftir annari sögu en sú saga fjallar um litlu stúlkuna með eldspýturnar og ég held að ef fók les grein frambjóðandans þá sér það að hann er orðin eldspítnalaus í upphafi kosnigabaráttu, a.m.k kýs ég ekki yfir mig þann málstað sem hann boðaði í greininni þar sem hann hvetur Suðurnesjamenn að beina viskiptum sínum frá Suðurnesjum þ.e. frá HS Orku til annarra orkusala utan Suðurnesja.
Ég spyr er ekki nóg atvinnuleysi á Suðurnesjum?
Er það ætlun frambjóðandans að stuðla að fækkun starfsmanna hjá HS Orku og HS Veitum með því að hvetja fólk til að sniðganga fyrirtæki á Suðurnesjum?
Ætlar þú að gefa þessum frambjóðanda atkvæði þitt?
Íbúar Suðurnesja eða stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja höfðu ekkert um það að segja að fyrirtækinu var skipt upp í HS Orku og HS Veitur. Íbúar Suðurnesja eða stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja höfðu ekkert um það að segja þegar ríkið ákvað að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.
Þessar ákvarðanir voru teknar af hinu háa alþingi Íslendinga með setningu orkulaga sem gerði Hitaveitu Suðurnesja óheimilt að reka fyrirtækið í einu lagi.
Sala á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja var líka ákvörðun ríkisvaldsins og er eftirleikurinn af þeim gjörðum sú staða sem upp er komin nú þ.e HS Orka er í eigu Magma energy.
Hitaveitu Suðurnesja var skipt í samræmi við lög nr. 58 frá 7. júní 2008 en þau lög voru keyrð í gegnum Alþingi af miklum ákafa af Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi iðnaðarráðherra, með öflugum stuðningi Katrínar Júlíusdóttir, þáverandi formanns iðnaðarnefndar og núverandi iðnaðarráðherra.
Bæði eru eins og alþjóð veit, nema kannski frambjóðandinn, samflokksmenn hans og þingmenn Samfylkingarinnar. Að kenna síðan sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ um uppskiptinguna lýsir reyndar vel hversu málflutningur frambjóðandans og margra flokksbræðra hans er afskaplega ómerkilegur.
Staðnan í dag er sú að nú höfum við HS Orku og HS Veitur sem þjóna sama hlutverki og Hitaveita Suðurnesja gerði fyrir breytingar en fyrirtækin eru með breyttu eignarhaldi og sama starfsfólki.
Nú er óvissuni um framtíð HS Orku eytt, forsvarsmenn Magma ætla sér að efla starfsemi HS Orku til muna á næstu misserum og fá jafnframt til liðs við sig sterka kjölfestufjárfesta, t.d. íslenska lífeyrissjóði.
Það er skammarlegt hjá frambjóðanda að stuðla að auknu atvinnuleysi á Suðurnesjum með því að hvetja bæjarfélagið og íbúa þess til að snúa viðskiptum sínum út úr bænum.
Hjá HS Veitum og HS Orku vinnur gott fólk sem þarf að sjá fyrir sér og sínum alveg eins og ég og þú.
Frambjóðendur eiga að sleppa skítkasti og eyða kröftum sínum í að upplýsa kjósendur hvað þeir muni gera ef nái þeir áhrifum í bænum okkar, hvað ætlar umræddur frambjjóðandi að gera fyrir okkur?
Kjósum fólk sem talar af viti, það ætla ég að gera. En þú?
Kær kveðja
Gústav Daníelsson
fv. Starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja
(óflokksbundin kjósandi og ekki í framboði)