Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ekki verðlauna framsókn  eða íhaldið á laugardaginn
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 09:46

Ekki verðlauna framsókn eða íhaldið á laugardaginn

Þú færð tækifæri til þess á laugardaginn að refsa framsókn og íhaldi með því að styðja Samfylkinguna og fella þannig  ríkisstjjórnina.
Það er líklegt að með því að kjósa S-listann og þar með tryggja kosningu Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur, fellir þú ekki aðeins ríkistjórn sem er ríkisstjórn ójafnaðar heldur fer á alþing á Suðurnesjakona sem er okkur til sóma og mun gæta hagsmuna okkar og sjá til þess að ójöfnuður sá sem orðinn er í þjóðfélaginu linni.
Mér er efst í huga örlög aldraðra  sjúkra en þeir eru  núna 30 í Reykjanesbæ sem eru í mjög brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimilu og dvelja í heimahúsum við misjafnar aðstæður.
Ráðherrar framsóknar og íhalds hafa kastað á mill sín áformum um byggingu hjúkrunarheimils á Nesvöllum Njarðvík og  tafið þannig framkvæmdir og er núna ljóst að þrátt fyrir sí endirtekin loforð verði ekki lokið við heimilið 2009.  Meðan á þessum leik stendur verða aldraðir sjúkir að þreigja Þorrann og Góuna heima hjá sér eða aðstandendum. Það er sorglegt en rétt að rifja upp að flytja átti inn í 30 rúma hjúkrunardeild á þessu ári, loforð frá fyrri tíð sem enn og aftur hafa verið svikin.
Þú sem hefur stutt flokka ríkisstjórnarinnar færð tækifæri til þess að refsa þeim  á laugardaginn fyrir vanefndir þeirra í heilbrigðismálum með því að kjósa S-listann og um leið tryggja kosningu Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur og afnema með því biðlistan aldraðra sjúkra.
Kannanir sýna að mjög góð von er til þess að Guðný Hrund verði kosin á Alþingi, nú ríður á samstöðu Suðurnesjamanna – X-S á kjördag.

Eyjólfur Eysteinsson
eldri borgari



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024