Ekki til eftirbreytni
Þannig er mál með vexti að ég, undirritaður, sótti um baðvörslustarf við íþróttahús Njarðvíkur og hef ekki enn fengið viðbrögð við umsókn minni. Hvorki af né á. Búið er að ráða í starfið og mjög hæfur maður ráðinn. Ég átel vinnubrögð bæjarins þar sem ekkert samband hefur verið haft við mig né aðra umsækjendur sem ekki fengu starfið. Þetta finnst mér argasti dónaskapur af hálfu bæjarins í garð einstaklinga í atvinnuleit. Vinnubrögðin eru forkastanleg og ekki til eftirbreytni. Ég vona að menn vandi sig betur í framtíðinni.
Virðingarfyllst, Karl Sanders