Ekki snefill af metnaði?
„Það geta öll börn komist á þessa heiðurslista ef þau vilja. Það eina sem þarf er smá snefill af metnaði.“
Eitthvað á þessa leið mælti einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umræðum um hina umdeildu heiðurslista, sem nú hafa verið birtir í grunnskólum Reykjanesbæjar. Málið var rætt á síðasta bæjarstjórnarfundi og líkt og á meðal bæjarbúa voru þar skiptar skoðanir. Á fundinum kom fram að af rúmlega 1700 nemendum grunnskólanna í Reykjanesbæ væru um 1000 þeirra á þessum heiðurslistum og markmiðið væri að fjölga í þeim. Í umræðum um málið sté fyrrnefndur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðan í pontu og sagði að það gætu allir nemendur komist á þessa lista. Það eina sem þyrfti væri smá snefill af metnaði.
Þau orð eru ekki hægt að túlka öðruvísi en að þeir rúmlega 700 nemendur, sem ekki eru á heiðurslistunum, hafi ekki snefill af metnaði? Ætli það sé reyndin? Ætli foreldrar þeirra nemenda, sem ekki eru á heiðurslistunum, séu sammála? Ætli kennarar þeirra nemenda sem ekki eru á heiðurslistunum, séu sammála? Ég leyfi mér að efast um það.
Ég held að langflestir nemendur, foreldrar og kennarar í grunnskólum Reykjanesbæjar séu að leggja sig fram og hafi fullan metnað til þess að gera vel. Vonandi ekki bara til þess að komast á heiðurslistana heldur til þess að eiga fleiri tækifæri í lífinu. Það hlýtur að vera markmið okkar allra.
Tölum varlega. Þetta eru börnin okkar.
Kjartan Már Kjartansson
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
Eitthvað á þessa leið mælti einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umræðum um hina umdeildu heiðurslista, sem nú hafa verið birtir í grunnskólum Reykjanesbæjar. Málið var rætt á síðasta bæjarstjórnarfundi og líkt og á meðal bæjarbúa voru þar skiptar skoðanir. Á fundinum kom fram að af rúmlega 1700 nemendum grunnskólanna í Reykjanesbæ væru um 1000 þeirra á þessum heiðurslistum og markmiðið væri að fjölga í þeim. Í umræðum um málið sté fyrrnefndur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðan í pontu og sagði að það gætu allir nemendur komist á þessa lista. Það eina sem þyrfti væri smá snefill af metnaði.
Þau orð eru ekki hægt að túlka öðruvísi en að þeir rúmlega 700 nemendur, sem ekki eru á heiðurslistunum, hafi ekki snefill af metnaði? Ætli það sé reyndin? Ætli foreldrar þeirra nemenda, sem ekki eru á heiðurslistunum, séu sammála? Ætli kennarar þeirra nemenda sem ekki eru á heiðurslistunum, séu sammála? Ég leyfi mér að efast um það.
Ég held að langflestir nemendur, foreldrar og kennarar í grunnskólum Reykjanesbæjar séu að leggja sig fram og hafi fullan metnað til þess að gera vel. Vonandi ekki bara til þess að komast á heiðurslistana heldur til þess að eiga fleiri tækifæri í lífinu. Það hlýtur að vera markmið okkar allra.
Tölum varlega. Þetta eru börnin okkar.
Kjartan Már Kjartansson
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins