Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 23. ágúst 2002 kl. 13:31

Ekki sáttar við viðbrögð lögreglunar vegna betlarans

Frétt Víkurfrétta um betlara sem hefur verið að angra fólk í miðbæ Keflavíkur hefur vakið athygli. Nokkrir hafa haft samband og greint frá "viðskiptum" sínum við konuna. Einnig barst okkur meðfylgjandi bréf, undirritað af þremur bæjarbúum:Okkur langar að koma einni athugasemd á framfæri í sambandi við fréttina með betlarann. Ég og tvær vinkonur mínar höfum lent tvívegis í þessum
betlara á viku. Urðum við einnig vitni að því þegar hún gekk að fólki
á röltinu og bað það um pening. Stuttu seinna sjáum við hana með
sígarettu í hönd og nýjan Nokia gsm síma í hinni, á snattinu (líklegast
við einhverja fjarskylda ættinga í júgóslavíu!) . Við hringdum og
tilkynntum atvikið til lögreglu og þeir fengu allar upplýsingar frá
okkur sem við höfðum. Þeir fengu uppgefið hverskonar fatnaði konan
væri í og hvar hún væri nákvæmlega stödd. Eins og þeir ætluðu að gera
eitthvað í málinu. En nei, við fylgdumst með betlaranum í tæpan
klukkutíma en lögreglan gerði ekki neitt í málinu. Enduðum með því að
keyra framhjá lögreglustöðinni og viti menn, þar voru allir bílar inni. Svona líka vitlaust að gera hjá þeim!! Okkur finnst nú frekar skrýtið
hvers vegna lögreglan biður viðmælanda um nafn, símanúmer og kennitölu
ef þeir hafa engan áhuga á að fylgja þessu eftir.

Jóna Karen Valþórsdóttir
Íris Ósk Valþórsdóttir
Gunnhildur Brynjólfsdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024