Ekki láta gabba þig til að ógilda atkvæði þitt
Nokkuð hefur borið á því að félagar í stjórnmálaflokkum hvetji kjósendur til að kjósa annan flokk en þann sem það sjálft stendur fyrir en strika út nafn af eigin lista. Með þessu væri atkvæðaseðillinn að sjálfsögðu ógildur. Það er rétt að benda fólki á að ekki er leyfilegt að strika út nöfn á listum öðrum en þeim sem viðkomandi merkir við annars er seðillinn dæmdur ógildur, segir í tilkynningu frá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi.
Mynd úr safni.