Ekki eðlilegt að boða til fundar á pólitískum vettvangi
Spenna í loftinu
Ljóst er að einhver spenna er vegna sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja enda miklir hagsmunir í húfi. Þykir mönnum afar líklegt að hið nýstofnaða Geysir Green Energy verð eitt þeirra félaga sem falast muni eftir hlutnum. Það vekur athygli að Hitaveitan sér ástæðu til þess á heimasíðu sinni að minna á forkaupsréttarákvæði samþykkta félagsins á fölum hlutum. Þar segir að stjórn félagsins muni næsta víst nýta sér forkaupsréttinn.
Viðkvæmt mál
Sala á hlut ríkisins í HS er að vissulega viðkvæmt mál og kallar á hagsmundaárekstra ef ekki verður rétt að staðið. Fjármálaráðuneytið (eða einkavæðingarnefnd fyrir þess hönd), sem er handhafi hlutsins í HS hf, ákveður söluna og hvernig að henni er staðið. Þar sem ráðuneytið fer einnig með 100% eignarhald á Landsvirkjun, Rarik og Orkubúi Vestfjarða getur það vart talist hlutlaus aðili í þessu máli.
Ríkisfyrirtæki…
HS tekur það fram á heimasíðunni að ráðuneytið verði því að gæta þess sérstaklega vel að þessi ákvörðun valdi HS hf ekki tjóni á neinn hátt því þá sé enn verið að bæta samkeppnisstöðu ríkisfyrirtækjanna. Mörgum hafi þótt nóg að gert í þeim efnum með raforkulögunum.
…vs. einkaaðilar?
Það er því allt eins líklegt að ríkisfyrirtækin muni slást við einkaaðilana um hlutinn góða. Mörgum hér á svæðinu finnst hvorugur kosturinn góður og vilja að HS sé alfarið í eigu heimamanna.
Forkaupsrétturinn felur það m.a. í sér að stjórn HS getur gengið inn í tilboð hæstbjóðanda og þarf ekki að yfirbjóða.
Fróðlegt verður því að sjá hvernig framvindan verður...
Ljóst er að einhver spenna er vegna sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja enda miklir hagsmunir í húfi. Þykir mönnum afar líklegt að hið nýstofnaða Geysir Green Energy verð eitt þeirra félaga sem falast muni eftir hlutnum. Það vekur athygli að Hitaveitan sér ástæðu til þess á heimasíðu sinni að minna á forkaupsréttarákvæði samþykkta félagsins á fölum hlutum. Þar segir að stjórn félagsins muni næsta víst nýta sér forkaupsréttinn.
Viðkvæmt mál
Sala á hlut ríkisins í HS er að vissulega viðkvæmt mál og kallar á hagsmundaárekstra ef ekki verður rétt að staðið. Fjármálaráðuneytið (eða einkavæðingarnefnd fyrir þess hönd), sem er handhafi hlutsins í HS hf, ákveður söluna og hvernig að henni er staðið. Þar sem ráðuneytið fer einnig með 100% eignarhald á Landsvirkjun, Rarik og Orkubúi Vestfjarða getur það vart talist hlutlaus aðili í þessu máli.
Ríkisfyrirtæki…
HS tekur það fram á heimasíðunni að ráðuneytið verði því að gæta þess sérstaklega vel að þessi ákvörðun valdi HS hf ekki tjóni á neinn hátt því þá sé enn verið að bæta samkeppnisstöðu ríkisfyrirtækjanna. Mörgum hafi þótt nóg að gert í þeim efnum með raforkulögunum.
…vs. einkaaðilar?
Það er því allt eins líklegt að ríkisfyrirtækin muni slást við einkaaðilana um hlutinn góða. Mörgum hér á svæðinu finnst hvorugur kosturinn góður og vilja að HS sé alfarið í eigu heimamanna.
Forkaupsrétturinn felur það m.a. í sér að stjórn HS getur gengið inn í tilboð hæstbjóðanda og þarf ekki að yfirbjóða.
Fróðlegt verður því að sjá hvernig framvindan verður...