Ekki á minni vakt II
í lok nóvember skrifaði ég grein í blöðin þar sem ég setti spurningamerki við hugmyndir um sparnarð í heilbrigðiskerfinu sem voru á þá leið að skera ætti niður ákveðna þjónustu í Suðurkjördæmi. Hugmyndirnar gengu útá það meðal annars að loka fæðingardeildum á Selfossi og Reykjanesbæ. Ég mótmælti því. því ég taldi sparnaðinn verulega ofmetinn og óþægindin fyrir þá sem búa á svæðinum algjörlega vanmetin, ef þau voru nokkurtíma tekin til skoðunar.
Er sparnaðurinn raunverulegur?
Samkvæmt samningum okkar við AGS þá var það skylda okkar að ná fram 10% sparnaði í heilbrigðis kerfinu. Það er gott og gilt. En ég hef farið yfir þessar tillögur með fólki úr heilbrigðisstéttu og í raun er sparnaður í tillögunum ekki meira en um það bil 14 milljónir. En breytingarnar voru kynntar sem sparnaður uppá hundriði milljóna.
Ekki öll sagan sögð
Þá eru ótalin óþægindin fyrir fólkið á Suðurlandi og Suðurnesjum sem þurfa að keyra inn til Reykjavíkur eftir þjónustu og svo öll skyldmenni og vinir sem þurfa að leggja á sig ferðalag og frí frá vinnu og annað sem því fylgir.
Daufar undirtektir
Ég var eini þingmaðurinn sem hreyfði við alvöru athugasemdum við þetta. Ég hefði átt von á því að stjórnarandstaðan þáverandi hefði verið fyrri til. Athugasemdir mínar við þessar tillögur kölluðu ekki yfir mig neinar vinsældir í þingflokknum. Ég vissi það auðvitað þegar ég skrifaði greinina. En það er þjóðin fyrst, flokkurinn svo og ég gat ekki setið hjá og horft uppá þetta.
Tiltektar er þörf
Það þarf að taka til í heilbrigðis kerfinu - Vandamálið er bara það að yfirstjórn og millistjórn spítalanna og þá sérstaklega inní Reykjavík er gríðarlegur. En það er einmitt sú stjórn sem ákveður hvar er sparað. Það er auðveldara fyrir þá aðila að loka deildum úti á landi og kom eldra fólki fyrir inn til hvers annars heldur en að skoða hagræðingu og uppsagnir á sínum skrifstofum.
Framtíðin er okkar saman
Við verðum öll að leggjast á eitt - framundan er gríðarlega erfiðir tíma og sparnað er óumflýanlegur. En af hverju ekki að skera niður í Reykjavík og flytja þjónustu útá land ?
Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins