Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 28. ágúst 2003 kl. 10:40

Einu sinni var...

Einu sinni var lítið sveitarfélag sem skuldaði lítið. HEPPIÐ!

Svo fékk það lán til að geta framkvæmt það, sem það vildi. HEPPIÐ!

Svo fékk það enn meiri lán, til að geta framkvæmt enn meira. HEPPIÐ!

Svo veðsetti það eignir sínar til að geta greitt laun. HEPPIÐ!

Með einum gjaldaga eftir 5 ár. HEPPIÐ!

Sem næsta hreppsnefnd þarf að hafa áhyggjur af, ekki þeir. HEPPNIR!Svo ætla þeir að selja eignir sínar til að skulda ekki alveg eins mikið, HEPPNIR!

Þá þarf sveitarfélagið ekki lengur að hafa áhyggjur af hlutabréfum sínum í Hitaveitunni. HEPPIÐ!

Ef hlutabréfin margfaldast í verði, eins og margir gera ráð fyrir, er það ekki þeirra mál. HEPPNIR!

Þá þarf ekki að taka við arðgreiðslum þaðan. HEPPNIR!

Svo ætla þeir að ...............? HEPPNIR!

Eða er ég sá eini sem finnst þetta vera eins og að pissa í skóna sína? Höfundur er áhyggjufullur íbúi í Vatnsleysustrandarhreppi.

Kjartan Hilmisson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024