Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Eins og að skvetta vatni á gæs
Fimmtudagur 9. september 2010 kl. 11:24

Eins og að skvetta vatni á gæs

Undanfarna mánuði hafa dunið yfir okkur fréttir um margt sem miður hefur farið í stefnu og uppbyggingu atvinnutækifæra meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Við höfum séð hvernig mörg þau verkefni sem í gangi hafa verið hafa ekki verið hafin yfir vafann um pólitíska spillingu eða hagsmunatengsl.

Nægir þar að nefna svonefnt Motorpark verkefni, og kaup bæjarins á svonefndu Rammahúsi. Fleiri verkefni mætti telja Nikkelvæðið, málefni Fasteignar, fasteignakaup á Keflavíkurflugvelli, að ekki sé sé talað um sölu bæjarins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja, þar sem forystumenn merihlutans hafa leikið lykilhlutverk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bókun minnihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að fram fari könnun á spillingu í stjórnkerfi bæjarins hefur vakið viðbrögð meirihlutans sem fæstir áttu von á. Forystumenn meirihlutans velja að koma af fjöllum og virðast ekki skilja i neitt í neinu um hvað þetta má fjallar. En að taka undir slíka bókun sem hreinsa myndi loftið er þeim fjarri lagi.

Það er ljóst að embættismenn bæjarins vinna undir oki sterks meirihluta.Og það er nauðsynlegt að skapa þeim þau starfskilyrði að þeir sú hafnir yfir allan vafa og unnið sín verk óháð hverjir fara með hin pólitísku völd. Slík nefnd sem þarna er lagt til að verði skipuð gæti eytt þeim vafa. Það væri af hinu góða.

Það hlýtur einnig að vera af hinu góða og í anda góðrar stjórnsýslu að enginn njóti sérréttinda sökum kunnningjatengsla, stjórnmálaskoðana, eða fjárstyrks þegar kemur að samkiptum sínum við bæjaryfirvöld. Þar eiga allir að standa jafnir. Hafi eitthvað slíkt átt sér stað, myndi slík nefnd einnig gefa tilefni til endurskoðunar á þeim starfsreglum sem hugsanlega umbuna sumum á kostnað annarra. Þar þarf að eyða öllum vafa.

Það verður ekki séð af bókun þessari að hún sé sett fram til að efast um heiðarleika eins eða neins, eins og bæjarstjóri Reykjanesbæjar velur að líta á málið. Hún virðist eingöngu sett fram til að hreinsa loftið og gera meirihlutanum kleift að hreinsa sig af þeim orðrómi sem í gangi hefur verið.

Bæajarfulltrúar Samfylkingar sýna með þessari bókun að þeir séu tilbúnir til að takast á við erfitt viðfangsefni. Viðfangsefni sem til er komið sökum viðvarandi rekstravanda bæjarins í boði meirihluta sjálfstæðisflokksins . En til þess að leysa viðfangsefnið með hag bæjarbúa að leiðarljósi þarf stefnubreytingu og samstarfsvilja. Viðbrögð forystumanna meirihlutans við bókun þessari sýna að þess er ekki að vænta.

Það virðist því miður vera eins og skvetta vatni á gæs að reyna að koma meirihluta sjálfstæðismanna til hjálpar við að vinna traust sitt á ný. Framundan er tími þar sem samstarf flokkanna í bæjarstjórn verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. En til þess að samstarf náist sem byggist á trausti, verður allur sannleikurinn að vera upp á borðinu. Þessari tillögu er eingöngu ætlað að fá allan sannleikann á borðið. Því ætti meirihluti sjálfstæðismanna að fagna í stað þess að teygja lopann, sem komin er að því að slitna.

Með bestu kveðju

Hannes Friðriksson